Heimilisritið - 01.07.1951, Side 45

Heimilisritið - 01.07.1951, Side 45
Hvað dreymdi þig í nótt? Ýtarlegar drawna?~áðningar FAÐMLÖG. — Dreymi þig að þú sért að faðma að þér einhvern ættingja eða vin, boðar það svik einhvers. Venjulega er það fyrir óheppileg- um ástum eða óhappi í einhverri mynd, ef karlmann dreymir að hann faðmi stúlku, eða öfugt ef stúlku dreymir faðmlög við karl- mann, einkum ef um ógifta er að ræða. Sumir telja þetta þó vera góðs viti, ef sá eða sú, sem mann dreymir, eru ekki nákomin dreym- andanum, og sé viðkomandi ókunnug(ur) boði það ferðalag. Faðma óvin snn í draumi boðar oft veikindi. FÁLKI á flugi táknar oft ótryggan vin. Ef fálkinn sveimar yfir þér í draumnum, máttu vita að þú átt óvini, sem þér er vissast að gæta varhygð við, því að þeir era skynugir og bragðvísir. FALL. — Ef þig dreymir að þú sért að falla eða detta, einkum úr tré, boð- ar það tjón, ýmist stöðumissir, eignamissir eða jafnvel missir heim- ilisins. Detta í sjó og komast upp úr aftur er fyrir gleði, en að kom- ast ekki upp úr, er fyrir peningum, en sjómönnum stundum fyrir feigð. (Sjá Hrap). FALLBYSSA. — Dreymi þig að þú heyrir hleypt af fallbyssu eru fram- undan þér ýmsir erfiðleikar. FANGELSI. — Dreymi þig, að þú sért í fangelsi muntu öðlast aukið frelsi og aukna gleði í lífinu. Oftast boðar það ferðalag eða frídaga, sem þú nýtur mjög vel. Sumir telja það tákna, að þú verðir að sætta þig við viðkynningu manna, sem þú vilt helzt vera laus við. FÁNI. — Dreymi þig að þú berir eða veifir fána, er það merki þess, að þú átt bráðlega fyllilega skilið að þér sé óskað til hamingju. Að draga fána á stöng boðar upphefð og velgengni. Sjá blaktandi fána við stöng: góð tíðindi eða nýja og betri atvinnu. Svartur fáni er lík- fáni. FARANGUR. — Dreymi mann að hann þurfi að gæta mikjls farangurs, sem hann á sjálfur, boðar það áhyggjur og fjárhagsörðugleika. FARÞEGI. — Dreymi þig að þú sért farþegi í hraðfara áætlunarbíl, munu framtíðarhorfur þínar vera góðar; verri ef farartækið er hægfara. v-_________________________________________________________________________J HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.