Heimilisritið - 01.07.1951, Side 50

Heimilisritið - 01.07.1951, Side 50
vissi, að Isred lokaði búðinni ekki sjaldnar en fimm sinnum á dag, á meðan hann og aðstoð- armenn hans fóru til bænahúss- ins til Jpess að lofa Allah. Það var ekki um annað að gera en bíða, en Carley átti erf- itt með að leyna æsingu sinni, er hann stóð þarna, klæddur óaðfinnanlegum, hvítum hita- beltisfötum og hallaði háum líkamanum kæruleysislega upp að múrnum. Því að hann var kominn til að kaupa gullskrín- ið með hinum dásamlegu gim- steinum, fyrir tvö þúsund sterl- ingspund, sem hann hafði á sér í seðlum. Allt var undirbúið, svo hann gæti farið frá Indlandi þegar í stað. Hann ætlaði með nætur- lestinni til Bombey og þaðan á skipi til Surabaya. Því að þegar Isred færi með seðlana í bank- ann í fyrramálið, myndi sann- leikurinn koma í ljós. Þessir nýju seðlar myndu ekki blekkja neinn. bankamann. Carley var neyddur til að fara frá Indlandi. Hann hafði þegar pantað farseðil undir nafninu Dean Coleman, eins og hann hét samkvæmt einu af þeim fimm vegabréfum, sem falin voru í fóðrinu á hand- tösku hans. Og hvað gullskríninu viðkom, var það einstæður dýrgripur. „Ég hef það einungis í umboðs- sölu,“ hafði Isred sagt. „Það tilheyrir Sayyid Emrah Ben, einum af beztu viðskiptavinum mínum, sem tekur mjög nærri sér að láta það.“ Nafnið hafði þá ekki gefið Carley neitt til kynna. En seinna komst hann að því, að Sayyid var svo tiginn og há- heilagur maður, að það var tal- inn mikill heiður að eiga við- skipti við hann. Allt í einu var grindahliðið opnað. Litli kaupmaðurirm stóð þar sveipaður hvítri silkiskikkju og 1 vefjarhetti hans glitraði stór gimsteinn. „Fyrirgefðu að ég varð að láta þig bíða úti í sólarhitanum, Sahib. En það var þriðja bæn- arstundin.“ „Það gerir ekkert til,“ sagði Carley. Hann gekk á undan Isred inn í búðina, þar sem aðstoðar- mennimir hneigðu sig fyrir honum. Þegar augu hans fóru að venjast rökkrinu, veitti hann athygli tigulegum manni, sem sat á sessum í einu horni búð- arinnar — öldung, að minnsta kosti áttræðum að aldri, klædd- um fötum, sem voru jafn hvít hári hans og hinu síða, liðaða skeggi. „Sayyid Emrah Ben,“ kynnti Isred lotningarfullur. 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.