Heimilisritið - 01.10.1951, Side 9

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 9
smáum mæli.“ Hann andvarpaði eins vel og hann gat með munninn fullan af fiski. „Starf mitt er afar erfitt, afar crfitt." „Hlýtur að vera.“ „Stundum ofbýður mér það, sem ég sé umhverfis mig.“ Hann þagnaði skyndilega og eins og stirðnaði. „Hafið þér kött, hr. Woostcr?" „Eh? Hvað? Kött? Nei, engan kött.“ „Mér þótti greinilega sem ég heyrði kött mjálma í stofunni, eða einhvers- staðar mög nærri.“ „Sennilega bíll eða eitthvað úti á götu.“ „Ég skil yður víst því miður ekki.“ „Ég á við, bílar ískra, þér vitið. Dá- lítið líkt köttum, þér skiljið.“ „Ég hafði ckki tckið eftir líkingunni," sagði hann, fremur kuldalega. „Má bjóða yður sítrónuvatn," sagði ég. Samtalið virtist ætla að ganga frem- ur skrykkjótt. „Þakka. Hálft glas, cf þér viljið gera svo vel.“ Glundrið virtist hressa hann, því hann hélt áfram, eilítið mildari. „Ég hef sérstakt ógeð á köttum. En hvað ég vildi sagt hafa — Já, einmitt. Stundum ofbýður mér beinlínis það, sem ég sé. Það em ekki einasta þau til- felli, sem fyrir ber í starfi mínu, þó mörg þeirra séu óhugnanleg. Það er líka það, sem fyrir ber á leið minni um London. Stundum virðist mér sem öll veröldin sé úr andlegu jafnvægi. Núna í morgun, til dæmis, gcrðist afar undar- legur og ískyggilegur atburður, þegar ég var á leið í klúbbinn. Þar eð veðrið var milt, hafði ég gluggana á bílnum opna, ég hallaði mér aftur á bak og naut sólskinsins í ríkum mæli, þegar við urðum að stanza, veena umferða- stíflu.“ Ég býst við, að hugur minn hafi hvarflað eitthvað frá, því þegar hann þagnaði og saup á sítrónuvatninu, þótti mér sem ég væri að hlusta á fyrirlestur, og mér bæri að segja eitthvað: „Heyr, heyr!“ sagði ég. „Afsakið?" „Ekkert, ekkert. Þér sögðuð —“ „Vagnarnir, sem fóru í gagnstæða átt, höfðu einnig tafizt, en eftir andar- tak var þeim leyft að halda áfram. Ég var djúpt sokkinn niður í hugsanir mín- ar, þegar allt í einu gerðist furðulegt atvik. Hatturjnn var skyndilega þrifinn af höfðinu á mér! Og þegar ég leit við, sá ég honum veifað í cinskonar óráðs- kcnndu sisurhrósi út úr bíl, sem hvarf mér þegar í stað út í umferðina." Ég hló ekki, en ég heyrði greinilega braka í rifbcinunum í mér af áreynslu. „Hlýtur að hafa verið meint sem gamansamur hrekkur," sagði ég. „Ha?“ Þessi tilgáta virtist ekki að skapi þess gamla. „Ég vona,“ sagði hann, „að mér sé ekki fyrirmunað að skilja gamansemi, en ég játa, að ég kem ekki auga á neitt skylt gamni í þessu ódæði. Verknaður- inn var án alls efa framinn af andlega vanheilum geranda. Þessar andlcgu brákanir geta birzt í næstum hvaða mynd sem vera skal. Hertoginn af Ramfurline, sem ég minntist á rétt áð- an, er haldinn þeirri ímyndun •— þetta er sagt í strangasta trúnaði — að hann sé kanarífugl; og kastið í dag, sem olli Alastair lávarði svo miklum áhyggj- um, stafaði af því, að kærulaus þjónn OKTÓBER, 1951 7

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.