Heimilisritið - 01.10.1951, Page 10

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 10
hafði vanrækt að færa honum morgun- sykurmolann sinn. Það eru líka fjöl- mörg dæmi um menn, sem tæla konur afsíðis og klippa burt hluta af hári þeirra. Það er æði af þessari síðarnefndu tegund, sem árásarmaður minn er hald- inn, ef mér skátlast ekki því meir. Ég vona einungis, að honum verið kornið í örugga gæzlu, áður en hann — hr. Wooster, það er köttur hér rétt hjá! Það er ekki úti á götu! Mjálmið virðist koma úr næsta herbcrgi." I ÞETTA sinn varð ég að viðurkcnna, að engum efa væri til að drcifa. Það heyrðist glöggt mjálmað í næsta her- bergi. Ég hringdi á Jeeves, sem lcið inn og stóð og beið með lotningarfullum tilbeiðslusvip. ,,Herra?“ „O, Jeeves,“ sagði ég. „Kettir! Hvað um það? Eru nokkrir kettir í íbúðinni?“ „Aðcins þessir þrír í svcfnhcrbergi yðar, hcrra.“ ,,Hvað!“ „Kettir í svefnherberginu hans!“ Ég heyrði sir Roderick hvísla ógn lostinni röddu, og augnatillit hans dundi á mér miðskips eins og tvær fallbyssukúlur. „Hvað áttu við,“ sagði ég, „aðeins þcssir þrír í svefnherberginu mínu?“ „Sá svarti, sá guli, og litla grábrönd- ótta dýrið, herra.“ „Hvað í ósköpunum —?“ Ég vatt mér kringum borðið í áttina til dyranna. En til allrar ógæfu hafði sir Roderick einmitt ákvðið að hörfa í sömu átt, með þeim árangri, að við rákumst á í dyrunum af töluverðum þunga, og hrökluðumst saman fram í ganginn. Hann losaði sig lipurlcga úr fhngbrögðr unum og þreif regnhlíf af snaganum. „Standið kyrr!“ hrópaði hann og veif- aði regnhlífinni yfir höfði sér. „Stand- ið kyrr, herra minn! Ég er vopnaður!" Mér virtist sem tími væri kominn ti! að vera sefandi. „Mér þykir leitt ég skyldi rekast svona á yður,“ sagði ég. „Vildi óska, að það hefði ekki orðið. Ég ætlaði bara að skreppa fram og líta á hlutina." Hann virtist ofurlítið rórri og lét regnhlífina síga. En rétt í því hófst ógurlegur gauragangur í svefnherberg- inu. Það lét í eyrum sem allir kettir í London, með aðstoð fulltrúa frá öðrum borgum, hefðu komið saman til að gera út um ágreiningsmál sín í eitt skipti fyrir öll. Einskonar margföld katta- hljómsveit. „Þessi hávaði cr óþolandi," æpti sir Roderick. „Ég heyri ekki sjálfan mig tala.“ „Ég get hugsað mér, herra,“ sagði Jeeves virðingarfullur, „að dýrin kunni að hafa orðið nokkuð gáskafull af að uppgötva fískinn undir rúmi hr. Woost- ers.“ Sá gamli nötraði. „Fisk! Heyrði ég rétt?“ „Herra?“ „Sögðuð þér, að fiskur væri undir rúmi hr. Woosters?“ „Já, herra.“ Sir Roderick stundi lágt og teygði sig effír hatti sínum og staf. „Þér eruð þó ekki að fara?“ sagði ég• „Hr. Wooster, ég er að fara! Ég kýs að verja frítíma mínum í óbrjálaðri fé- lagsskap." „En keyrið nú. Svona, ég verð að 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.