Heimilisritið - 01.10.1951, Page 11

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 11
fara nieð yður. Ég er viss um, að það er hægt að skýra þetta allt. Jeeves, hatt- inn minn.“ Jeeves brá við. Ég brá við. Ég tók við hattinum og slcngdi honum á höfuðið. „Drotdnn minn dýri!“ Mér brá hroðalega! Bölvaður kúfur- inn hafði alveg gleypt mig, ef þú skil- ur, hvað ég meina. Strax á meðan ég var að Iáta hann á mig, þótti mér scm hann væri óþarflega rúmur, og ckki hafði ég fyrr sleppt honum en hann fór niður fyrir eyru eins og hólkur. „Hvað! Þetta er ekki minn hattur!" „Það er minn hattnr!" sagði sir Ro- ■derick í um það bil köldustu og nöpr- ustu tóntegund, sem ég hef heyrt. „Hatturinn, senr stolið var frá mér í morgun." „En — Ég geri ráð fyrir, að Napóleon, eða einhver slíkur hefði getað krafsað sig fram úr þessu, en ég verð að segja, að mér var það um megn. Ég bara stóð þarna gapandi í einskonar doða, meðan gamli skarfurinn tók af mér hattinn og sneri sér að Jeeves. „Mér kæmi vel, maður minn,“ sagði hann, „ef þér vilduð fylgja mér ofur- lítinn spöl hérna út á götuna. Ég óska að leggja fyrir yður nokkrar spurning- < < ar. „Með ánægju, herra.“ „Svona, en, heyrið nú —!“ byraði ég, en hann leit ekki við mér. Hann stikl- aði út, og Jeeves á eftir. Og í sömu andrá byrjuðu ólætin í næsta herbergi, enn þá ógurlegri en áður. Ég var um það bil búinn að fá nóg af þessu öllu saman. Ég á við, kettir í svefnherbergi manns — fullmikið af svo góðu, livað? Ég vissi ekki, hvernig í fandanum þcir hefðu komizt inn, en ég var fullráðinn í, að þeir skyldu ekki leika sér þar öllu lengur. Ég slengdi upp hurðinni. Ég sá bregða fyrir um það bil hundrað og fimmtán köttum af öllum stærðum og litbrigðum, klór- andi og krafsandi í einni bendu á miðju gólfi, og svo þutu þeir allir eins og leift- ur fram hjá mér og út um fordyrnar; og allt, scm eftir var af skrílsuppþotinu, var höfuðið af stórum fiski, sem lá á gólfteppinu og starði uppá mig fremur strangur á svip, eins og hann vildi fá skriflega skýringu og afsökunarbeiðni. Það var citthvað f útliti skepnunnar, sem setti að mér hroll, svo ég hörfaði og læddist út á tánum og lokaði hurð- inni. Og um leið rakst ég á cinhvern. „Ó, afsakið!" sagði hann. Ég vatt mér við. Það var andlitsrjóði kauðinn, lávarður eitt eða annað, náung- inn, sem ég hafði séð með Claude og Eustace. „Hérna,“ sagði hann afsakandi, „mér þykir leitt að gera yður ónæði, en þetta voru víst ekki mínir kettir, sem ég sá arka niður stigann, eða hvað? Þeir líktust mínum köttuni." „Þeir komu út úr svefnherberginu mínu.“ „Þá voru það mínir kettir!“ sagði hann dapurlega. „Ó, fjandinn!“ „Settuð þér ketti í svefnherbergið mitt?“ „Þjónninn yðar, hvað hann heitir, gcrði það. Hann var svo vænn að segja, að ég gæti geymt þá þar, þangað til lestin færi. Ég var einmitt að sækja þá. Og nú eru þeir farnir! Þá það, við því verður ekki gert, býst ég við. Ég tek OKTÓBER, 1951 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.