Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 21

Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 21
„Já, hann ber þetta ekki eins vel og þegar liann berst upp á líf og dauða við keppinauta sína um^ baðmullarsendingar!“ sagði Lettie kuldalega. „Þá er hann bæði liarður í horn að taka og miskunnarlaus“. „Yður fellur hann ekki í geð?“ Lettie yppti öxlum. „Hj úkr u narkonunn i 1 ey f is t víst hvorki að sýna vinnuveit- anda sínum andúð né samúð. En Fay litla liefur algerlega unnið hjarta mitt“. „Argvítugt tilíelli með hana!“ sagði prófessorinn annars hugar. „Og ég skil ekkert í Prescott. Hann tilbiður barnið, en vill samt sein áður ekki heyra á það minnzt, að nokkuð sé aðhafzt gagnvart vinnumanninum, sem spennti móttakið svo kæruleys- islega, að það má kenna því um, að barnið skyldi falla með hest- inum. Hann er víst ekki nærri því eins umburðarlyndur, þegar um viðskiptamál er að ræða, eft- ir því sem mér skilst“. „Nei, það er áreiðanlegt!“ tautaði Lettie. Raddblær henn- ar einkenndist af sama napur- leikanum og áður, en það leit ekki út fyrir að prófessorinn veitti því athygli. Hann gaf henni lokafyrirmæli sín og gekk svo inn í einkaherbergi sitt, til þess að hafa fataskipti. Lettie sneri aftur inn til sjúklings síns. Barnið lá fölt og fjörlaust með lokuð augu. Við rúmstokk þess sat aðstoðarlæknirinn og hélt í höndina á henni. Eftir að slysið hafði átt sér stað, hafði Fay verið flutt á Virginia-spítalann, sem Prescott hafði stofnað, og samtímis hafði Iven Prescott sjálfur einnig flutt þangað. Skrifborð sitt og eftir- lætismálverk, hægindastóla og mikinn fjölda bóka hafði hann tekið með sér. Já, jafnvel litla pappírsörkin með' stimpli hins opinbera, sem alltaf hékk í ramma fyrir ofan skrifborðið hans, hafði einnig verið flutt þangað. Öll efsta hæðin hafði OKTÓBER, 1951 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.