Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 24

Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 24
Prescott lagði heyrnartólið' á aftur og sagði við Codin: „Viljið þér fara niður eftir til Briswell . . . og bíða frekari fyr- irmæla“. ÞEGAR CODIN var farinn, leit Prescott þungbrýnn á dyrn- ar, sem lokuðust á eftir honum. „Það er næstum því sama, hversu há laun niaður greiðir . . . maður verður fyrir sviksemi eigi að síður“, tautaði hann. „Það er sitt af hvoru, sem maður getur ekki fengið fyrir borgun!“ sagði Lettie lágt, eins og hún væri sér þess áskynja, að orðunum væri beint til henn- ar. „Til dæmis trúmennsku . .. og hollustu! Slíkt verður að verðskuldast ... og skráist ekki neinu ákveðnu verði . . . eins og til dæmis baðmull!“ „Sviksemi kostar mikið!“ sagði Prescott. „Eg get næstum því ekki fengið mig til þess að trúa því, að Codin muni bregð- ast mér, og þó er hann sá eini, sem til mála getur komið!“ „Eruð þér svartsýnismaður?“ spurði hún. „Nei, miklu fremur raunsæis- maður, og trúi kenningu Dar- wins um hið eðlilega úrval! Hinn sterkasti og duglegasti sigrar . . . hinn veiki er fyrirfram dæmdur til tortímingar!“ „Og samt sem áður hafið' þér stofnað þennan spítala til líkn- ar þeim veiku ... til þess að lappa upp á mannkynið!“ „Eg á ekki við hina líkam- legu yfirburði — heldur hina andlegu . . . hæfileikana!“ „Og þá yfirburði notar mað- ur til þess að eyðileggja keppi- nauta sína . . . og byggir spítala fyrir peningana þeirra, ekki rétt?“ Prescott hló lágt. „Þér hafið vissulega fylgzt ná- kvæmlega með árásum dagblað- anna á mig . . . að minnsta kosti með þeim dagblöðum, sem eru hliðholl andstæðingum mínum“. „Er það ekki rétt, að þér byggðuð þennan spítala skömmu eftir að þér höfðuð átt drjúgan þátt í gjaldþroti Edwards Bend- ers?“ „Ég hóf byggingu hans eftir síðasta öldurótið á markaðnum! Það var ekki mér að kenna að Bender fór á hausinn. Hann var ekki jafn fyrirhyggjusamur og ég ... þess vegna varð hann gjaldþrota“. Hún hafði gengið út að glugg- anum og leit niður í spítalagarð- inn. „Framkoma yðar gagnvart Bender var ákaflega göfugmann- leg, að því er mér hefur helzt skilizt?“ sagði hún lágt. „Ekki göfugmannleg .. . en sá sigraði sem hæfileikana liafði 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.