Heimilisritið - 01.10.1951, Page 25

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 25
meiri. Það mynduð þér hafa skilið ef þér hefðuð þekkt Bend- er! Hann er ekki einn af þeim, sem kveinka-r sér. Og þér mynd- uð skilja okkur báða betur, ef þér þekktuð eitthvað til baðm- ullariðnaðarins! Það er ekki allt- af eintóm kaupsýsla, heldur oft öllu fremur tafl! Maður vinnur ekki alltaf sakir peninganna, sem í húfi eru hverju sinni, held- ur sökum æsingarinnar, sem í því felst, að verða sigurvegari!“ Lettie svaraði engu. Hún stóð og einblíndi á skírteinið, sem var innrammað yfir skrifborðinu lians: Fyrír hreysti oij hugrekki um- jram þær kröfur, sem skyldun bauð, stóð þar. „Eg vissi ekki, að þér væruð . . . hetja!“ sagði hún. „Ah!“ svaraði liann vand- ræðalega. „Það er líka full mik- ið sagt, að' halda því fram. Það hefðu allir gert það sama í mín- um sporum. Við skulum ekki vera að fást um það!“ Hann hafði talað ákveðið og afgerandi, en augnaráð hans var í mótsetningu við orðin, því að augun voru dreymandi, eins og hann lifði aftur upp mikla at- burði. Hann var þá hégómlegur; hugsaði Lettie með sjálfri sér. „Þér björguðuð manni!“ sagði hún í spaugi. „Já ... liðsforingja nokkrum! Hann lézt seinna ... Fay er dóttir hans!“ bætti hann hik- andi við. „Dóttir hans!“ hrópaði Jættie. „Já! Og móðir Fay andaðist að' barnsförum. Þrem mánuðum eftir lát mannsins! Leiðist yður að heyra það?“ „Nei!“ svaraði Lettie ákveð- ið. „Ég elskaði móður Fav!“ hélt hann áfram lágt. og blátt áfram. „Þess vegna var það svo ákaf- lega eðlilegt að ég tæki barnið hennar að mér. Við höfðum þekkzt frá því við vorum tæp- lega meira en stór börn sjálf . . . en svo frétti ég á vígvöllunum, að hún hefði heitbundizt hon- um . .. hinum. Fay veit ekki, að ég er ekki hinn rétti faðir hennar“. Lettie horfði aftur á orðin: Umfram þær kröfur, sem skyld- an bauð! „Þér skuluð ekki minnast á það við Fay ... ég ætla sjálfur að segja henni frá því, einhvern tíma þegar hún er orðin nógu stór og skynug til þess að skilja slíka hluti! Þakka yður fyrir að þér komuð sjálfar með þennan gleðilega boðskap um Fay! Fg fer nú niður í skrifstofurnar . . . viljið þér gjöra svo vel að koma þangað', ef eitthvað skeður?“ ÞEGAR LETTIF var komin OKTÓBER, 1951 23

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.