Heimilisritið - 01.10.1951, Side 29

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 29
falli föð'ur míns! Nú sé ég hins vegar, að Lieberburg hefur að- eins ætlað sér að hagnast per- sónulega á þeim upplýsingum ... og nú iðrast ég af öllu hjarta! En nú er það máske of seint? Að þér getið ekki afborið að hafa mig lengur fyrir augunum hérna, er auðskilið mál . .. en nú fer ég líka undir eins!“ „Ekki fyrr en Fay er orðin frísk!“ skaut Ken inn í. „Þakkir!“ sagði hún lágt og fór. NÆSTA morgun átti Lettie langt símtal við föður sinn. Því næst fór hún niður til Fay. Fyr- ir framan dyrnar á sjúkrastof- unni mætti hún Ken Prescott. „Prófessorinn hefur einmitt beðið mig um að koma niður! Hann er ánægðari með Fay en hann hefur þorað að vona!“ sagði Ken og var í sjöunda himni. „Hvers vegna sögðuð þér mér ekki allt af létta í gær?“ greip Lettie fram í fyrir honum. Ken leit spyrjandi augum á hana. „Hvers vegna sögðuð þér mér ekki, að þér hefðuð, strax eftir gjaldþrotið, boðið föður mínum að ganga í verzlunarfélagsskap með yður?“ Það færðist roði í kinnar Ken Prescotts. „Eg skoðaði slíkan verzlunar- félagsskap sem mikið hagsmuna- mál fyrir mig .. . ég er jú yngri maður, og faðir yðar hafði margra ára reynslu. En hann leit á tilboðið sem niðurlægingu fyrir sig! Jæja, eftir svona lang- an tíma, vona ég, að sárið sé gróið, og að hann muni sam- þykkja tilboðið', ef ég endurtek það!“ Lettie fékk ekki tóm til þess að svara, þvrí að í sama bili stakk prófessor Leroy höfðinu fram úr gættinni að sjúkrastofunni og gaf Ken merki um að koma inn fyrir. Fay lá og sneri andlitinu til dyranna og beið þess með at- hygli að sjá, hver kæmi inn. „Pabbi!“ sagði hún um leið og Ken gekk inn til hennar, „prófessorinn hefur heitið mér þ\rí, að ég skuli \rerða farin að ganga um úti, eftir mánuð! Þá verð ég alveg orðin frísk . .. en ég hef líka reynt til þess eins og ég gat, meðan ég svaf. Þó það væri alltaf svo dimmt! Manstu eftir því, að þú lofaðir mér dá- litlu, ef ég flýtti mér að verða heilbrigð á ný? Viltu hakla lof- orð þitt?“ „Náttúrlega . . . það geri ég alltaf, ef það stendur í mínu valdi! Hvers óskar þú þér, Fay?“ „Móður . .. en hún á að vera eins og Lettie!“ Prófessorinn hló lágt. Ken leit OKTÓBER, 1951 27

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.