Heimilisritið - 01.10.1951, Qupperneq 32

Heimilisritið - 01.10.1951, Qupperneq 32
annars en hlæja að. Þú þekkir framhleypni ungdómsins, þeir klifra yfir girðingar og stela kirsiberjum náungans, án þess að gera sér stórar grillur. En í huganum lifði ég í ævintýra- heimi, mig dreymdi um prins á gullbeizluðum, hvítum hesti, sem færi á harða stökki yfir þyrnigerði hversdagslífsins, og prinsinn var fús til að leggja höfuð sitt að veði til að leysa gátumar sjö, því hann vildi heldur deyja en missa af mér. Þannig ímyndaði ég mér ást- ina. Svo kom Robert til skjal- anna í lífi mínu.“ „Prinsinn á þeim hvíta.“ „Hann kom á reiðhjóli. Það var smávegis garðboð hjá vin- stúlku minni. í fyrstu tók ég varla eftir honum. Andlit hans var ofur hversdagslegt, hann var rauðhærður og ekki sérlega hávaxinn. Og þegar hann bauð mér upp, var ég ekki sérlega hrifin. Ég hefði heldur kosið að dansa við unga læknisnem- ann, sem ég hafði dansað við áður og sem hafði kysst mig bak við limgerðið; en nú beindi hann athygli sinni að Marianne, vinstúlku minni, og ég sá, að hann fór með hana á bak við sama limgerðið. Ég kinkaði því kolli til óásjálega piltsins og dansaði við hann. Ég hélt á litlum vasaklút, eins og ungu stúlkurnar gerðu í þá tíð, til að höndin mín hvíldi ekki ber í hönd unga mannsins. En ég varð ekki lítið hissa, þegar ungi mað- urinn tók vasaklútinn og bar hann upp að vitum sér, og lét hann svo aftur í lófa minn. í dansinum talaði hann ekkert, en að skilnaði brá hann vasa- klútnum aftur upp að vörunum. svo fylgdi hann mér að bekk í garðinum, sagði ekki orð og lagði ekki heldur arminn um axlir mér, en horfði bara fram- undan sér. Þegar ég talaði til hans, leit hann upp og ég sá, að það voru tár í augum hans. „Ég ætla að biðja þig stórr- ar bónar,“ sagði hann. „Get ég uppfyllt hana?“ spurði ég. Hann kinkaði kolli. Og enn voru tár í augum hans. „Gefðu mér vasaklútinn þinn, sem þú hélzt á í dansinum,“ sagði hann biðjandi, „það mynði gera mig afar, afar sælan.“ Undarlegur maður, hugsaði ég, og hefði hann beðið um koss, myndi ég ekki hafa neitað hon- um. Svo heitt elskaði hann mig þá, að hann duldi hjarta sitt fyrir mér. Svo hreinar eru hugs- anir hans, að hann getur aðeins trúað vasaklútnum fyrir þeim, þöglu vitni að ást hans. Ég gaf honum klútinn. En draumlyndi hans hafði smitað mig, og ég gat ekki annað en 30 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.