Heimilisritið - 01.10.1951, Page 36

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 36
ur á Continental Savoy virtist vera í fylgd með fallegri vinkonu — hver einasti gestur nema ég einn. — Sem sagt, ég var átakanlega einmana og lcomst áþreifanlega að raun um, að ekkert er róman- tískt í lífi þess manns, sem er einn. Hún var líka ein, og einmitt það hreif mig. Hún var falleg, og hún var ein. I mínnm aug- um var hún nánast gömul — hún hlýtur að hafa verið um þrítugt — en ég var reiðubúinn til að umbera aldur hennar, ef hún aðeins umbæri minn. Hún bjó í sama gistihúsi, og ég komst fljótlega að því, að hún var gift. Hún talaði enskuna með útlend- um hreim, og mér var ekki Ijóst, hvernig ég ætti að' haga mér í návist hennar. Eftir því sem tíminn leið varð ég eirðarlausari og órólegri. Ef ég átti að halda ferð minni á- fram til Aþenu, samkvæmt ferðaáætluninni, þá mátti ég ekki dvelja öllu lengur í Egypta- landi. Eina vonin mín var sú, að hún væri einnig farin að veita mér athygli. Oft varð ég var við að hún horfði á mig, alvarleg og hugsandi á svip, og við slík tækifæri lenti allt í handaskol- um fyrir mér. Hún ein ríkti algerlega í huga mínum, og ég skemmti mér við að' búa til hin viltustu ævintýri, sem því miður studdust ekki við neinn raunveruleika. Svo skeði það eitt kvöld — ég roðna af skömm í hvert sinn er ég hugsa til þess — að við urðum samferða í lyftunni. Nú eða aldrei varð það að ske. Á hæðinni, þar sem hún bjó, fór ég líka út og skalf allur frá hvirfli til ilja. Lyftumað'urinn reyndi að koma mér í skilning um, að ég væri ekki enn kominn alla leið, og ég hefði getað myrt þennan bjálfa með köldu blóði. Ótal sinnum hafði ég rifjað upp í huganum, hvað ég skyldi segja við hana, en nú, þegar tækifærið var komið, stóð allt í mér og ég gat ekkert hugsað. „Það' var Ijóta kálið, sem við fengum með hádegisverðinum“, stamaði ég loks, en dauðsá eftir þessari aulalegu athugasemd á sömu stundu. „Kál?“ endurtók hún undr- andi. „Eg varð nú ekki vör við neitt kál á borðum“. „Nei, það var víst lieldur ekki“, svaraði ég og brosti sauðs- lega. Eg var eldrauður í framan og vissi ekki, hvernig ég skyldi bjarga mér úr þessum ógöngum. Hún brosti, og nú vorum við komin að herbergisdyrum henn- ar. Samkvæmt því sem ég hafði 3* HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.