Heimilisritið - 01.10.1951, Side 37

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 37
lesið', hefði hún átt að stanza, líta á mig rökum augum og láta mig fylgjast inn, en ekkert slíkt gerðist, aðeins vingjarnleg ósk um góða nótt. Fullkomlega niðurbrotinn af þessari auðmýkingu, gekk ég á- fram inn ganginn, en hún var lengi að finna lykilinn og gang- urinn var stuttur, svo ég neydd- ist til þess að staðnæmast við innstu dyrnar og látast leita að lyklinum mínum, Meðan ég rót- aði í vösum mínum, sá ég að hún horfði brosandi á mig, og svo allt í einu opnuðust dyrnar og út kom karl og kona, sam- kvæmisklædd. Niðurlæging mín var full- komnuð. Næsta dag fór ég frá Cairo. Fyrsta manneskjan sem ég sá, þegar ég kom inn í lestarklefann minn, var hún. Hún brosti til mín eins og við værum gamlir vinir og sagði: „Svo þér eruð líka að yfirgefa CairoP“ Rödd mín brast af geðshrær- ingu, þegar ég stamaði upp ein- hverju, sem tákna skyldi „já“. Mér til mikillar gremju komu franskur liðsforingi og lítill, gild- vaxinn maður inn í klefann. Litli maðurinn, sem þegar tók fram biblíu og byrjaði að lesa, olli mér engrar áhyggju, en hins veg- ar féll mér ekki liðsforinginn í geð, sem kynnti sig þegar sem Morreaux höfuðsmann. Prestur- inn lagði frá sér biblíuna og kvaðst heita MacLarran og kon- an fagra nefndist frú St. Clair. Höfuðsmaðurinn leit góðlát- lega til mín. „Og þú, ungi maður?“ spurði hann yfirlætislega. „Hvað heitir þú og hvað' ertu að gera hér einn og fjarri heimkynnum þínum?“ „Eg er blaðamaður við Associ- ated Press“, svaraði ég eins drembilega og ég gat. „Blaðamenn eru ekki vanir að afþakka eitt glas“, sagði hann hlæjandi, leit til konunnar og tók lítinn pela upp úr vasanum. „Má ekki bjóða þér koníak?“ Ég tók við flöskunni með kæruleysislegum svip og drakk sem svaraði helming innihalds- ins. Síðan rétti ég höfuðsmann- inum hana aftur, án þess að segja orð, hefði enda ekki getað það. Þegar ég leit á konuna, sá ég hana ógreinilega og í þoku, en þó gat ég séð að hún brosti til mín, svo að ég gaf höfuðsmann- inum drembilegt augnatillit og yppti öxlum. Því miður eyðilagði stórt tár, sem rann niður kinn- ina á mér, áhrif þessa augnaráðs, sem átti þó að segja svo mikið. Samt sem áður urðu áhrifin af þessu koníaki mikil og happa- drjúg. Ég fékk kjark til að mæta augnaráði hennar án þess að OKTÓBER, 1951 35

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.