Heimilisritið - 01.10.1951, Page 40

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 40
tík? Nei, þá skal ég nú segja ykkur hvað er rómantík. Hlust- aðu nú á mig, drengur minn. Rómantík er það' sem mætir manni, þegar maður á að deyja. Þegar herdeildin á að leggja af stað til vígvallarins og maður þolir ekki að vera einn, en fer inn í eitthvert kaffihús, þar sem er tóbakssvæla, lilátur og há- vært samtal. Það er bezt að vera með félögunum, sem eiga að sæta sama hlutskipti næsta dag. Það er meira en nóg til að drekka og fullt af fallegum stúlkum, og ein þeirra er eingöngu handa þér einum. Nóttin kemur og hún hvílir í örmum þínum, þið eruð að'eins tvö til í heiminum, og þú lifir fyrir ástina þangað til, ja, þangað til að þú leggur af stað. Þú spennir á þig beltið’, ferð í stígvélin og leggur af stað út í dauðann. Þetta er rómantík“. „Nei“. Litli presturinn tók nú loks til máls. „Það er alger upp- gjöf að geta aðeins elskað lífið, þegar maður á að' deyja. Eg skal segja ykkur hvað rómantík er“. Hann leit hvasst til mín. „Það er að fæðast og verða að manni, það er að kvænast og eignast börn líka, þegar þeirra tími er kominn. Og svo ganga til móts við dauðann. Það er að sigra á orrustuvelli sálarinnar, berjast gegn hinu illa.og vinna bug á freistingum holdsins. Rómantík er að ljúka lífi sínu með'al barna sinna og barnabarna, fullviss þess að hafa barizt hinni góðu baráttu“. „Og hvað finnst hinum unga vini okkar?“ sagði höfuðsmaður- inn. „Hvað kallar þú rómantík“. Eg saup drjúgan á glasinu. „Það er mjög einfalt mál“, svar- aði ég, „og nú skal ég sýna ykk- ur það“. An þess að líta á prestinn stóð ég upp og rétti stúlkunni hönd- ina. Ég get sagt það nú, að' það var mjög svo glæsileg handa- hreyfing, sem því miður missti mesta ljómann við það, að mér þótti sem jörðin opnaðist undir fótum mér. En mér til mikillar gleði stóð vinkona mín á fætur, og við leiddumst út úr veitinga- stofunni. Það er óþarfi að taka það fram, að ég var varla með' réttu ráði, sakir taugaæsingar. Ég var aðeins átján ára, og eina stúlk- an sem ég hafði kysst um dag- ana hét Florence Protsatz. „Til fjandans með Florence Protsatz“, tautaði ég með sjálf- um mér. „Alveg rétt hjá þér vinurinn, kysstu mig“, svaraði hún. Næst þegar ég vissi af mér, sat ég flötum beinum á gang- stéttinni. Vinkona mín hjálpaði mér til 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.