Heimilisritið - 01.10.1951, Side 41

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 41
að standa upp: „Nú förum við til gistihússins“, sagði hún, „og nú ætla ég að fá skipt um her- bergi, nei, nú færð þú ekki að' kyssa mig oftar. Þessum litla leik okkar er lokið. Þú hefur verið hamingjusamur, og ég hef verið hamingjusöm líka — mjög ham- ingjusöm. Skilurðu það?“ „Ég elska þig“, sagði ég. „Ég elska þig líka, en þú veizt ekki hvers vegna“. Ég hugsaði mig vel um. „Nei, segðu mér ástæðuna“. „Kannske hittumst við ein- hverntíma seinna og þá skal ég segja þér það“, svaraði hún blíð- lega, „en nú verðum við að fara inn, og þú skalt hvíla þig á með- an ég geri nauðsynlegustu ráð- stafanir. Skilurðu það? Ég ætla að biðja um eins manns herbergi fyrir þig“. ,gígætt“, sagði ég, en hafði einhvernveginn á meðvitund- inni, að aðrar hefðu nú áætlanir mínar verið, þótt nú óskaði ég þess helzt af öllu að geta farið að sofa. Skyndilega tók veggurinn, sem ég studdist upp við, að hall- ast óhugnanlega, og það var það síðasta sem ég mundi. Ég vakn- aði seint daginn eftir, og skipið, sem ég fór með, lagði af stað um kvöldið. Ég sá liana ekki aftur, en ég hafði aldrei gleymt henni. Eg stóð Upp og gekk út úr veitingasalnum. Hún sat frammi í anddyrinu og blaðaði í dag- blaði. Þegar ég nálgaðist, leit hún upp, og svipurinn varð hugs- andi, eins og hún reyndi að muna eitthvað. „Cairo“, sagði ég, „árið 1938, mjög slæmt kál sem við fengum með hádegisverðinum, eða var það' ekki?“ Hún brosti og greip um hend- ur mínar. „Ég er blátt áfram undrandi“, sagði hún. Ég tók mér sæti við hlið henn- ar og hún horfði á mig: „Þér haf- ið breytzt mikið, þér eruð orð- inn fulltíða maður“. ,JÉg held að þér hafið lítið breytzt“, svaraði ég. „Hvað' starfið þér nú? Eruð þér kvæntur?“ Ég kinkaði kolli: ,JÉg á tvö börn“, sagði ég, „og ég er starfs- maður hjá United Press, en þér, bíðið þér hér eftir einhverjum?“ „Já, manninum mínum“. Ég gat ekki stillt mig um að segja það, sem mér lá þyngst á hjarta: „Ég hef aldrei gleymt yður“. „Ég ekki heldur, vinur minn“. „Ég hef lengi beðið eftir út- skýringu“, sagði ég. „Þér sögð- uð, að ef við' ættum eftir að hittast þá ...“ OKTÓBER, 1951 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.