Heimilisritið - 01.10.1951, Side 44

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 44
HANN. SVEIK HANA Svar til „Sorgbitinnar': — Hvað |ni átt að gera? Til dæntis geturðu ort ástar- kvæði til hans eða skammarbréf, en hvað sem þú skrifar honum, skaltu alls ckki senda honum það. Þú getur úthcllt tárum, rcikað þunglyndislega um fá- famar slóðir og forðast allar skemmtan- ir. Og þú getur einsett þér að líta aldrei framar á karlmann heldur lifa fram- vcgis eins og nunna. En þú gctur líka hert upp hugann og hugsað scm svo: Nú er hann horfinn mér, en það var ánægjulegt að þckkja hann, mcðan það varaði. Eg lærði ýmislegt af þessu, og nú er ég tilbúin að mæta því sem næst ber að höndum. En ég skal gæta þess að verða fyrri til að sega þeim næsta upp, um leið og ég vcrð vör við að það fer að grynnka á því góða! HÚN HEFUR LJÓTA FÓTLEGGI Sp.: Elsku Eva. Þú sem hefur ráð undir rifi hverju og hjálpar svo rnörg- um. Vcrtu mér nú hjálpleg í raunum mínum. Ég hef svo ljóta fótleggi, að ég fyrirverð mig fyrir þá. Einkum það, hvað ég er hjólbeinótt, þjáir mig mest. Ég skal heiðra þig í hundrað ár, ef þú hjálpar mér á einhvern hátt. Hjólbeinótt. Sv.: Þegar þú stcndur í fæturna, skaltu halda þcirn saman og halla öðru hnénu lítið eitt að hinu. Beygðu samt ekki alltaf sama hnéð. Vendti þig á að ganga ekki gleitt, heldur þannig, að annar fóturinn flytjist því sem næst bcint fram fyrir hinn. Það er einnig þjóðráð að standa þannig, að annar fót- urinn sé ofurlítið aftar en hinn. Forð- astu að vekja athygli á fótleggjum þín- um með því að vera í áberandi skóm og stuttu cða þröngu pilsi. Ráðlcgast cr að hafa pilsið fremur vítt, þannig að það falli í djúpum, cðlilegum fellingum nið- ur fyrir hnéð. Sokka skaltu velja vand- lega við þitt hæfi. Reyndu að beina at- hygli annarra að efri hluta líkamans. Fallegt hár, blítt bros og björt augu gcta auðveldlega fangað svo mjkla at- hygli, að mönnum verði ckki svo mik- ið sem litið niður á fóleggina. FEIMNI Svar til „Lón" og margra fleiri: — Ég er alltaf að fá bréf, þar sem ég er beðin um að gcfa ráð við feimni. Þetta er hreint ekki svo auðvelt, en þó hef ég reynt að gera því einhverja úrlausn. Reyndar er cngin skömm að því að vera feimin(n) og sagt er, að einmitt margir mestu og beztu menn heimsins séu og hafi ávallt verið feimnir, Feimni er oftast eðhleg, og það er líka hægt að venja sig af henni, án þess að neyta nokkurra töfrabragða. Fyrst og fremst skaltu hugsa um þann, sem þú ert að tala við, en reyna að gleyrna sjálfn þér. Mundu það, að 42 HEIMILISítlTIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.