Heimilisritið - 01.10.1951, Page 47

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 47
Hverjir fá beztu stöðurnar? Merkur starfsvalsráðunautur svarar: Þeir, sem þekkja — Stafróf velgengninnar Stytt greinarkorn úr REDBOOK, eftir Robert Viano HVERNIG á maður að „standa í stöðu sinni“? Hér eru nokkur hagnýt ráð frá Walter A. Lowen, sem í aldarf jórðung hefur hjálp- að konum og körlum til að kom- ast áfram í hinni hörðu sam- keppni um stöður í viðskipta- lífinu. Hvaða eiginleikar eru það, sem atvinnurekandi leggur mesta áherzlu á, þegar hann þarf að fá fólk í mikilvægar stöður? Lowen nefnir þessa þrjá: A. Vilja til að bæta stöðugt persónulega framkomu sína. Maður eða kona, sem vill kom- ast áfram, rannsakar stöðugt sjálfa(n) sig með gagnrýni, út- rýmir því í fari sínu sem ertir og hrellir aðra, og þroskar já- kvæða eiginleika sína. B. Hæfileiki til að þola gagn- rýni. Enginn verður nokkru sinni svo fullkominn, að hon- um geti ekki skjátlast. Sá sem ætíð rís öndverður, ef hann er gagnrýndur, sýnir einungis, að hann vantar vilja og hæfni til að læra. C. Áreiðanleiki. Þetta er í rauninni svo sjaldgæfur eigin- leiki, að persóna, sem maður getur treyst til fullnustu, mun ætíð komast áfram í lífinu, enda þótt þann hinn sama skorti marga aðra kosti. MIKILVÆGASTA skilyrði til velmegunar er að finna í þessu eldfoma spakmæli: „Þekktu sjálfan þig.“ Líti maður í eigin barm kemst maður ef til vill að raun um, að maður er allt of hógvær, allt of stoltur eða gall- aður á annan hátt. Ef til vill talar maður of mikið, Þögnin er gull — einkum þegar verð- andi húsbóndi tekur að segja frá sínum starfsferli. Hér eru ráð Lowens til allra, OKTÓBER, 1951 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.