Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 51

Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 51
HÁLS. — Það er góður fyrirboði, ef þig dreymir að liáls þinn sé fallegur og vel skapaður. Hinsvegar er það fyrir vondu, ef þér finnst hann hnúðóttur, mjór eða dökkleitur; þá máttu oft búast við svikum eða tryggðarofum. HÁLSKLÚTUR. — Það er aðvönmardraumur að dreyma, að þú bindir á þig hálsklút. Gættu þess einkum að tala ekki af þér. Viss pcrsóna er að reyna að fá höggstað á þér. HÁLSMEN. — Dreymi þig að þú berir dýrmætt hálsmen, boðar það oft að þú giftist fljótlega auðugri persónu í góðri stöðu, sem mun veita þér mikla hamingju. En það getur líka boðað, að eitthvað verði at- hugavert við útlit þitt, einkum hár eða hörund, ef þú gætir ekki fyllstu varúðar. HAMAR. — Ef þig dreymir að þú sért að smíða með hamri, táknar það þér lán í viðskiptum. Heyra hamarshögg boðar erfiðleika um stundar- sakir. Sumjr tela, að draumar um hamar sé dreymanda fyrir undirok- un. Að sjá hamar í draumi boðar góða framtíð. Brjóta eitthvað með hamri er venjulega fyrir ferðalagi og breyttum högum. HAMINGJUÓSK. — Ef þig dreymir að þú samfagnir einhverjum, eða einhver óski þér til hamingju með eitthvað, dregur brátt sorgarský upp á himininn. HANDJÁRN. — Ef þig dreymir handjárn um úlnliði þína máttu búast við því, að lífið verði þér síður en svo leikur um tíma, og að hugur þinn verði mótþróafullur. Þessi draumur er aðvönin. Ef hugrekki þitt og þolinmxði bila ekki, mun allt fara vcl. HANDLEGGUR. — Dreymi þig að þú hafir misst annan handlegginn, er það fyrir feigð nákomins karlmanns, en kvenmanns, ef það cr vinstri handleggurinn. Dreymi þig handlegg þinn visinn, er það fyrir óham- ingju, sem þig hendir brátt. Vinna afrek, eða sýna aflraun með að- stoð bandleggja sinna, er fyrir auðsöfnun. Brotinn handleggur er fyrir vcikindum vinar dreymandans. HANDRIÐ. — Ef þér finnst þú halda um handrið cr það fyrirboði hættu, ef til vill í sambandi við vatn. Farðu ckki út á sjó eða vatn fyrsm vikurnar. HANDTAKA. — Ef þig drcymir að lögreglan taki þig höndum, muntu verða misskilin(n) óheppilega. Það getur líka boðað fjárhagsörðug- leika, en sumir vilja þó láta það tákna velgengni. Sértu í hjónabandi skaltu gæta varúðar í umgengni við tengdafólk þitt. HANI. — Ef þú sérð, í draumi, hvar hanar fljúgast á, munu ýmsir erfið- leikar verða á heimili þínu. Sjáirðu einn hana, merkir það, að önd- vert kyn hefur mikið dálæti á þér. Heyra hana gala er viðvörunar- draumur og boðar svikræði. HANZKI. — Ef þig dreymir hanzka, mun þér brátt verða gert eitthvert s.___________________________________________________________________________; OKTÓBER, 1951 49

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.