Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 52

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 52
tilboð, sennilega viðskiptalegs eðlis, þótt kunningskapur komi þar til greina. HAPPDRÆTTI. — Að dreyma happdrætti er aðvömn um falska vini, scm spilla fyrir störfum þínum eða verzlun og trufla heimilislíf þitt. Vinna í happdrætti boðar, áð dreymandinn mun brátt fá mikilsvert hlutverk í hendur, sem reynir mjög á þolinmæði hans og starfsþrek, en færir honum sanna hamingju. HÁR. — Drcymi þig að þú sért að greiða hár þitt, er það oft tákn þess, að sá eða sú, sem þú elskar, er að hugsa um þig. Sé það flókið, getur það merkt crfiði og léleg laun, en sé það fallegt og gott að greiða það, boðar það nýja vini og bjartari framtíð. Dreymi þig að þú sért orð- in(n) gráhærð(ur), ber það vott um að þú hafir misst móðinn og að fyrirætlanir þínar séu að fara forgörðum, ef þú herðir þig ekki upp. Þykkt og liðað: völd og auður. Dökkt og stutt: erfiðleikar. Skolleitt: þunglyndi. Missa hárið: veikindi eða tjón (Sjá Skalli). Láta klippa það: móðgun. Dreymi karlmann að hann hafi sítt hár eins og kona, er hann raggeit a. m. k. í vissum skilningi. HÁRKOLLA. — Dreymi þig að þú sért með hárkollu, muntu brátt þurfa á góðri aðstoð að halda, og í því sambandi muntu leita til vinar þíns. HÁRLITUN. — Ef aig dreymir að þú sért að liða hár þitt, muntu snúa baki' við ýmsu leiðu og einbeita þér að framtíðinni af dirfsku og vongleði. HARMUR. — Sjá Sorg. HARPA. — Ef þú ert veik(ur) og þig dreymir hörpu, mun þér batna von bráðar. Elskendum er það einnig fyrir góðu að dreyma hörpu, því þeir munu fá óskir sínar uppfylltar. HÁSKÓLI. — Ef þig dreymir að þú sért komin(n) í háskólann, eða á leið með það, muntu fá ágæta og virðulega stöðu. Þú átt áhrifameiri vini en þú gcrir þér grein fyrir, og þeir eru þér velviljaðir og hjálpfúsir, enda muntu ekki bregðast trausti þeirra. HÁTTA. — Sjá Afklæða. HATTUR. — Vandaður, fallegur og hæfilega stór hattur er góður fyrir- boði í draumi og merkir, að þú munir fá það uppfyllt, sem þú óskar þér heitast. Óhreinn, þvældur og óheppilegur hattur merkir hinsvegar niðurlægingu og heimilisböl. Dreymi pilt stúlku með fallegan hatt, mun hún elska hann. Dreymi stúlku pilt með áberandi hatt, er pilt- urinn líklega flón sem kærir sig ekkert um hana. (Sjá Htífa, Höfuð- fat). HATUR. — Ef þig dreymir að þú hatir einhvern, táknar það að þú munt jafnan eiga tryggan og hjálpfúsan vin, þegar þú þarft hans með. Oft boðar það þér erfiðlcika, sem stafar frá tengdafólki þínu eða skyld- mcnnum. (Frh. i nœsta hefti). ^________________________________________________________________________J 50 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.