Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 59
„Þú skalt ekki taka minnsta tillit til þess,“ svaraði Hilary kæruleysislega. „Það er alveg sama, hvað um mig verð- ur hér eftir, og ég óska ekki eftir að fara frá Muava.“ „Og þá er líklega nokkuð sama, hvað um mig verður nú, þar sem þú hefur hefnt þín á mér og eyðilagt líf mitt!“ sagði Joan skyndilega æst. Það bæði móðgaði hana og særði, að Hilary skyldi halda að hún hefði daðr- að við svarta Doyle og að hann var fús til að lofa henni að fara og stofna lífi sínu í hættu, ein í litlum báti, aðeins með sáralitlum líkum til að komast til einhvcrrar eyjar eða rekast á skip. Og þessu stakk hann upp á við hana, sam- tímis því sem hann fullyrti að hann elskaði hana. Henni var einnig skap- raun að því, að hann trúði bersýnilega orðum Doyles um hana, og að hann skyldi ekki skilja það, að hún hafði flúið aðeins af því að hún elskaði hann. Aðeins það, að hann skyldi halda að hún hefði daðrað við annan mann, var stór móðgun við hana. Hún fór að ganga um gólf á svölunum, og Hilary veitti henni athygli með sársaukakenndu og undandi augnaráði. „Ef ást þín hefði verið nógu sterk til að standast þá raun, sem þú settir mig í, hefði ekki verið um það að ræða að líf þitt væri eyðilagt,“ sagði hann loks. „Ég setti þig í sömu raun og þú mig, þegar við fórum frá Bora Bora. Glcymdu því ekki, að það varst þú, sem byrjaðir þennan leik. Það sem ég hef gert, er aðeins mótlcikur. En nú hugsa ég að við höfum jafnað metin. Og þó — vinningurinn er víst þín meg- in, þar sem ég er alltaf ástfanginn af þér og þar sem ég mun aldrei elska aðra konu. En ást er bara lcikur fyrir þig, og þú skemmtir þér við að gera karl- mcnn ástfangna af þér og kasta þeim svo frá þér aftur. Þú kvartar yfir að líf þitt sé eyðilagt, en ég er viss um að þú byrjar aftur þitt fyrra líf, þegar þú kemur aftur til manna og getur haldið áfram þínum glaða leik með hjörtu og tilfinningar annarra.“ Joan stanzaði fyrir framan hann, eld- rjóð í andliti. Augu hennar leiftruðu og hún kreppti hnefana. „Þú gerðir mig ístöðulausa með því að ljúga að mér, alveg cins og þú lýgur að mér núna, þegar þú fullyrðir að þú elskir mig.“ sagði hún með ástríðu- fullri æsingu. „Ef þú hefðir elskað mig, hefðirðu fyrirgefið allt, og þig myndi ekki hafa dreymt um að gera mér mein eða litillækka mig. Hefðirðu elskað mig, myndirðu hafa trúað því sem ég sagði þér, viðvíkjandi Peter Merrifield — ég sagði ekkert annað cn sannleikann um það mál — og þá hefðirðu ekki hugsað um að hefna.“ „Ég hcf sagt þér, Joan, að ég sór hátíðlegan eið,“ tók Hilary fram í fyrir henni, en Joan tók varla eftir hvað hann sagði. „Ef þú elskaðir mig, myndi þér ekki hafa svo mikið sem dottið í hug, að ég hefði daðrað við svarta Doyle, eða að ég væri blóðsuga, sem blátt áfram lifði á því að sjúga hjartablóð," hélt hún á- fram flaumósa. „Þú hæðir mig með því að halda því fram, að ég viti ekki hvað ást sé, en þú virðist ckki heldur vita það sjálfur. Aðferð þín til að útskýra fyrir mér, hvað ást væri, var sú að auð- mýkja mig og litillækka eins og framast OKTÓBER, 1951 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.