Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 64

Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 64
BRIDGEÞRAUT S: — H: K T: K92 L: 1074 S: 9 H: 10 T: 8 6 L: 963 S: D74 H: D T: D 7 L: G S: 1083 H: — T: G 4 L: K8 Tígull er tromp. Suður á út. Norður og Suður eiga að fá alla slagina. SKÁKÞRAUT Hvítt: Kh^, Df^, Bg6, BI14. Svart: Kf8, DÍ5, BI^, pe^. Hvítur mátar í öðrum leik. VEÐJAÐU UM ÞAÐ Coolidge Bandaríkjaforseti var fræg- ur fyrir það, hversu hann var orðfár og þurr á manninn. Hinum alkunna amer- íska skopleikara Will Rogers var eitt sinn boðið að heilsa upp á Coolidge, og áður en hann fór veðjaði kunningi hans við hann um, að honum skyldi ekki takast að koma forsetanum til að hlæja. Þegar Rogers var kynntur fyrir forset- anum, leit hann vandræðalega niður fyr- ir sig, horfði svo beint í augu Coolidges og sagði: „Fyrirgefið þér, en ég heyrði ekki nafnið.“ Forsetinn skellti upp úr. Sagt er að Sir Walter Raleigh hafi eitt sinn veðjað vjð Elisabeth drottningu um það, að hann gæti vegið það ná- kvæmlega, hversu þungur reykurinn væri af einu pundi af reyktóbaki. Hann á að hafa veðjað aðalstign sinni gegn hesti og skrautvagni. Hvernig fór hann að því að vinna veðmálið? HVAÐ HEFÐIR ÞÚ GERT? Kona nokkur kom þjótandi með átta ára son sinn inn í vélaverkstæði nokk- urt. Drengurinn hafði troðið kúlulegu- hring upp á fingur sér og gat ekki los- að hann aftur. Móðirin hafði reynt með sápuvatni — farið í sjúkrahús með hann og var nú loks komin til járnsmiðs og bað um að hringurinn yrði sorfinn í sundur. En hann var úr svo sérstaklega hörðu stáli að þjalir og stálsagir smiðs- ins mörkuðu hann ekki. Fingurinn var farinn að bólgna. Geturðu gizkað á, hvernig hægt var að losa hringinn af fingrinum á nokkr- um mínútum? TALNAGÁTA Geturðu raðað tölustöfunum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 þannig, að samanlögð tala þeirra verði sem hér segir?: (a) 15 í 8 áttir. (b) 20 í 3 áttir. (c) 27 í 2 áttir. Hvern tölustaf má aðeins nota einu sinni í hverju dæmi. Svör á bls 64. 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.