Heimilisritið - 01.06.1952, Side 17

Heimilisritið - 01.06.1952, Side 17
um fremur en vatn á gæs? Það breytti engu í baráttu hans. Því barátta var það,. og allir fylgd- ust með henni af eftirvæntingu. Jeremy kom þeim á óvart; hann var vanur að senda þeirri stúlku, er honum leizt bezt á þá stundina, blóm og bréf svo lítið bar á. En í þetta sinn leyndi hann engu. En þó var Lintí þeim meira undrunarefni. Hún endursendi bóm hans og reif bréfin ólesin. Hún neitaði að fara út með hon- um, og honum heppnaðist aldrei að vera einn með henni í fimm mínútur. Þar kom þó um síðir, að forlög- in virtust ætla að vera Jeremy hiðholl. Lintí hafði farið ein út í langa gönguför, og Jeremy greip tækifærið. En þrátt fyrir allt hefði hon- um sennilega ekkert orðið á- gengt, ef svo hefði ekki viljað til, að Lintí fékk hælsæri af nýj- um skóm, sem hún var í. Það leið ekki á löngu þar til Jeremy ók að hlið hennar og stanzaði. Lintí leit einu sinni á hann og h41t svo áfram. Jeremy elti. Svo stanzaði Lintí, og Jeremy gerði eins. „Nú skal ég segja yður nokk- uð,“ sagði hún. „Þetta er að verða óþolandi. Ég hef reynt að gera yður skiljanlegt, að ég vil ekki sjá yður, en þér látið eins og þér vitið það ekki. Má ég segja yður í eitt skipti fyrir öll, að ég vil ekkert hafa saman við yður sælda.“ „Þér hafið meiðzt á fæti, er það ekki?“ spurði hann, rétt eins og hann hefði ekki heyrt eitt orð af því, sem hún sagði. Lintí stappaði niður fætinum án þess að hugsa út í það. Hún fann sárt til og barmaði sér. í næstu andrá var Jeremy kom- inn út úr bílnum og lyfti henni inn í hann. „Það er nú út af fyrir sig, þó þér getið ekki þolað mig,“ sagði hann svo strangt, að Lintí fannst hún aftur vera orðin skóla- stelpa. „En þér hegðið yður barnalega. Takið af yður skóinn, svo skal ég aka yður heim.“ „Ég þakka,“ sagði Lintí hæ- versklega. „Ég verð að aka krók með yð- ur, því ég get ekki snúið á þess- um mjóa vegi,“ sagði hann og ók af stað. Svo töluðust þau ekki við, og héldu áfram eftir mjóum skóg- arstígnum. „Er ekki fallegt héma?“ spurði Jeremy skyndilega. „Jú, það hefur mér alltaf fundizt," samsinnti Lintí. Hann kinkaði kolli og stöðv- JÚNÍ, 1952 15

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.