Heimilisritið - 01.06.1952, Side 25
leyi'i til að fara í land sjöunda
hvert ár. Og Hollendingurinn
hefur ekki brotið í bág við það.
En nú biður hann Ahasverus uni
náð og leyfi til að sjá föðurland
sitt og ástvini. Dómarinn segir,
að geti hann fundið konu. sem
\ ilji deila með honum örlögum
sinum, skuli hann Iaus undan
fordæmingunni eftir næstu sjö
ár.
Að lokum tekur Daland tal
við hinn ókunna skipstjóra.
Honum er einnig boðið að dvelja
á heimili Dalands. Daland á
dóttur, Sentu að nafni, fallega
og alvörugefna stúlku. Gömul
frænka hennar, María, hefur oft
sungið fyrir hana um hinn ó-
gæfusama fljúgandi Holleriding.
Nú kemur faðir hennar heim
með þennan dularfulla gest frá
hafinu. Hollendingurinn, sem
Jjrátt fyrir sitt langa líf á sjón-
um, er ungur og gerfilegur mað-
ur á að líta, verður ástfanginn
af Sentu. En Senta er trúlofuð
hafnsögupiltinum Erik. Senta
segir gestinum frá „Hollendingn-
um fljúgandi“ og spyr, hvort
hann hafi nokkurntíma heyrt
hans getið'. Og nú trúir gestur-
inn henni fyrir, að hann sé „Hol-
lendingurinn fljúgandi“ — og
biður hennar.
Senta finnur, að Jietta er stórt
hlutverk. Hún getur frelsað von
Straten frá fordæmingunni með
því að fórna sjálfri sér. Og hún
tekur ákvörðun. Faðirinn, sem
ekki veit, hvað dóttirin færist í
fang, blessar þau. Þau eru gift,
og svo yfirgefur Senta heimili
sitt og siglir út á hafið með hin-
um fordæmda, til að lifa með
honum í sjö þrengingaár og síð-
an í friði og hamingju á föður-
landi hans, Hollandi.
Þannig var upphaflegi texti
Wagners. En í óperunni lætur
hann skútu Hollendingsins far-
ast og elskendurna sameinast í
dauðanum.
Músíkin í „Hollendingnum
fljúgandi" er eitt af því bezta
eftir Wagner og nýtur mikilla
vinsælda.
ÓLÍKT HONUM
Mario Lanza var að dansa við unga fegurðardís og hún sagði: „Ó,
þegar ég sá síðustu myndina af yður, kyssti ég hana af því hvað hún
var lík yður.“
„Og kyssti myndin yður aftur?“
„Nei, því miður".
„Jæja,“ sagði Lanza, „þá var hún ekki lík mér.“
JÚNÍ, 1952
23