Heimilisritið - 01.06.1952, Page 28
gustur, sem nísti alla í merg
og bein. Augun í frú Mayton
urðu starandi eins og gljáandi
glerkúlur. Monty Smith opnaði
munninn og fékk ekki lokað
honum aftur. Calthrop glað-
vaknaði, aldrei þessu vant. Ung-
frú Wicks fékk jafnvel áhuga
á málinu, þótt hún héldi að
sjálfsögðu áfram að prjóna. Því
myndi hún halda áfram fram í
andlátið.
„Dauður!“ stundi Calthrop.
„Já — dauður!“ endurtók
Penbury. „Hann liggur á gólfinu
í herberginu sínu og er síður en
svo félegur ásýndum.“
Monty spratt á fætur og sett-
ist aftur. „Þér haldið vænti ég
ekki, að ... að hann hafi ...“
stamaði hann.
„Jú, það er einmitt það, sem
ég held.“
Oft hafði verið þegjandalegt
í stofu frú Mayton, en aldrei
hafði ríkt þar önnur eins þögn
sem þessa stundina. Ungfrú
Wicks hóf máls fyrst allra.
„Er þá ekki réttast að senda
eftir lögreglunni?“ mælti hún.
„Henni er kunnugt um þetta,“
svaraði Penbury. „Eg hringdi á
lögreglustöðina rétt áður en ég
kom hingað inn í stofuna.“
„Þetta er hræðilegt,“ stamaði
Calthrop.
„Hvað ætli það verði langt
þangað til þeir koma?“ spurði
Monty.
„Ég hugsa að lögreglan komi
hingað eftir fimm mínútur,“
svaraði Penbury. Raddblærinn
var ekki lengur napur, hann tal-
aði nú um málið í algerum við-
skiptatón. „Það væri ráð, að við
notuðum tímann þangað til, eins
vel og við getum. Við verðum
að sjálfsögðu öll þrautyfirheyrð.
Væri ekki fyrirtak að við gæt-
um gert okkur grein fyrir mála-
vöxtum, áður en lögreglan kem-
ur?“
CALTHROP hnykkti til höfð-
inu. „Enginn okkar á hlut að
dauða Wains,“ sagði hann hörku-
lega.
„Þá fullyrðingu mun lögregl-
an ekki telja góða og gilda að
órannsökuðu máli,“ svaraði Pen-
bury. „Ég álít þess vegna, að
við ættum að athuga það strax
lítillega, hverjar horfur séu á
því að við getum sannað um
hvert eitt okkar, hvar við vor-
um stödd er atburðurinn varð.
Ég er raunar ekki læknir, en
að því er ég gat séð á líkinu,
er ekki liðin klukkustund frá
því maðurinn dó, og það getur
í hæsta lagi verið liðin klukku-
stund síðan morðið var framið.“
Hann leit á klukkuna. „Klukk-
an er nú 21.10, og hún var 19.40
26
HEIMILISRITIÐ