Heimilisritið - 01.06.1952, Page 47

Heimilisritið - 01.06.1952, Page 47
r~ ■>> ÓBYGGÐIR. — Það cr villugjarnt um óvarðaða heiðavegi. Ef þokur og snjóbyljir skella á, hafa margjr orðið úti á óbyggðum. Hættu þér ekki í tvísýnu! OFÁT. — Dreymi mann að hann hafi ctið yfir sig, táknar það of mikið sjálfsálit. Sjá annan eta yfir sig boðar langa hamingju. OFBELDI. — Drcyrni þig að einhver sýni þér ofbelcli, cða þú sjáir fólk sýna ofbeldi, mun rnargt snúast þér í vil. Hús, heimili, föt, vinir, hamingja — þetta að meira eða minni leyti mun falla þér í skaut. ÓFRÍÐLEIKI. — Dreymj mann að hann sé ákaflega ófríður og honum falli það þungt, er hann miklu eftirsóknarverðari en hann heldur sjálf- ur, enda mun hann sannprófa það áður en varir. ÓGNUN. — Dreymi þig að einhver ógni þér, skaltu vera vcl á varðbergi. Eignir þínar eða annað, sem þér er annt um, eru í hættu, ef þú ert ekki á varðbergi. ÓGÆFA. — Ef þig dreymir að þú hafir orðið fyrir einhverri ógæfu, mun einhver vinur þinn hljóta mikla upphefð. Kaupsýslumönnum er það fyrir fjárhagslegum gróða. ÓHLYÐNI. — Dreymi þig að þú óhlýðnist fyrirskipunum, einkum for- eldra þinna eða yfirboðara, skaltu gera þér það Ijóst hvort þú metur meira, ást eða auðæfi. Þú getur ekki öðlazt hvort tveggja. ÓHÓF. — Ef þig dreymir óhóf boðar það fátækt, tjón og afbrýðiscmi. Dreymi ógifta að þeir hafi allt af öllu í óhófi, munu þeir giftast seint, en vel. ÓHREININDI. — Ef þig dreymir að föt þín séu útötuð í óhreinindum, er hætt við að mannorð þitt bíði hnekki vegna framferðis þíns. Sértu að rcyna að ná af þér bletti eða óhreinindum er það fyrir góðu. Að ganga í for er oft fyrir gróða, ef dreymandanum finnst hann ekki óhreinkast til muna. ÓPALL. — Því aðeins boðar draumur um ópal hamingju, að þú sért þegar hcitbundin(n). — Ötrúlofuðum og ógiftum er ópall hinsvcgar óhcdla- boði í draumi. ÓPERA. — Dreymi þig að þú sért að hlusta og horfa á óperu með einhvem sérstakri persónu, skaltu gæta þín, því viðkomandi er hvorki trú- verðugur né trygglyndur í þinn garð. ÓPIUM. — Að dreyma þetta eiturlyf, boðar dreymandanum tjón, erfiðleika og jafnvel dauðdaga cinhvcrs hjartfólgins. 0RÐA. -— Upphefð er þeim vís, sem dreyma, að þeir fái orður, og þó getur það verið tvíeggjað. ORÐASENNA — Sjá Deila, ReiÖi. ORGEL. — Að vera nálægt orgeli í draumi og hcyra leikið á það, boðar hamingju, velmcgun og ákjósanlegt hjónaband. Sumir telja það boða gleðj blandaða þjáningu, og enn aðrir álíta það spái háum aldri. Stund- ^------------------------------------------------------------------------------- JÚNÍ, 1952 45.

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.