Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 52

Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 52
hvað það nú er.“ „Þessa leið kemst maður varla til vítis, heldur aðeins til Earl Court eða Baker Street. En mis- skilningurinn er fyrirgefanleg- ur.“ „Það er enginn misskilningur. Við skulum fara niður, þá skal ég sýna yður, hvað ég meina.“ Þeir fóru niður með renni- tröppunni og töluðu saman í bróðemi. Þarna var fjöldi ferða- fólks, en enginn tók eftir þeim félögum. Þegar þeir komu á neðstu hæð, þar sem lestirnar aka, dró púkinn Louis inn í gang, sem hann hafði aldrei áður séð. Upp úr þessum neðanjarðargöngum heyrðist undarlegur hávaði. Hann sá skilti er á var letrað: „Fylgið skökku ljósmerki!“ Eft- ir nokkur skref komu þeir á rennitröppu, sem Louis vinur vor hafði aldrei áður séð. Hún þaut af stað með ofsahraða nið- ur í jörðina. Gangurinn var lýst- ur með venjulegum lömpum, en Louis sá, að fjærstu skuggamir voru bláleitir og þar voru stjörn- ur í stað lampa. Þó virtist enn löng leið eftir. LOUIS sá þarna aðra púka með fanga sína, sumir hegðuðu sér afar óvirðulega og það varð að draga þá með valdi. Þetta var sorgleg sjón, en þó gat Louis ekki annað en dáðst að tröpp- unni, sem þaut áfram með þessa púka-lögregluþjóna og fanga þeirra. „Hvernig fóruð þið að, áður en þessar tilfæringar voru fundnar upp?“ spurði hann. „Þá vorum við neyddir til að hoppa eins og geithafrar frá stjörnu til stjörnu," útskýrði púkinn. „Allt í lagi, en ættum við nú ekki að fá okkur sopa?“ Þeir fóru í Rottugildruna og læddust bak við barinn og tóku heilflösku af „Kvets“ niður úr hillu. Púkinn kærði sig ekki um glas, og Louis sá sér til undrun- ar hvernig koníakið fór að sjóða. Púkinn virtist njóta þess, og þegar innihaldið var drukkið, tók hann að slokra í sig flösk- una. Hún bráðnaði eins og rjómaís. Þegar hann hafði lokið öllu saman, brosti hann og tók að blása flöskunni út úr sér aft- ur, rétt eins og þegar maður blæs frá sér reyk. Louis fann fleiri flöskur af „Kvets“, og Púkinn setti þær í sig og bað um fleiri tegundir. Á endanum varð hann þétt- drukkinn, og Louis hvatti hann óspart til drykkjunnar, hann langaði nefnilega ekki til að heimsækja rennitröppuna. 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.