Heimilisritið - 01.06.1952, Side 60

Heimilisritið - 01.06.1952, Side 60
gættinni ú bókaherberginu að baki þeirra. ..Mikið’ er ég fegin, að hann er far —“ Annabelle þagnaði snögglega um leið og loðnu krumlurnar læstust um háls hennar. Leynigöngin PAUL JONES hafði byrjað rannsóknarför sína um göngin bak við vegginn í svefnherbergi Annebelle, með hugrekki og ör- yggiskennd, sem var ný fyrir harní. Einbeittni og dirfska hafði ekki verið hans sterka hlið. Hugsanlegt er að soparnir tveir, sem hann hafði fengið úr glasi Susans, hafi átt einhvern þátt í þessu aukna húgrekki. Þó er lík- legra að' ábyrgðartilfinningin, sem hann fann til vegna þess að hann var orðinn fyrirliði hinna, hafi átt sinn þátt í þessu. Einnig' var honum orðið ljóst, að hann varð að sýna af sér manndóm í nærveru þessarar indælu frænku sinnar, sem nú þarfnaðist svo mjög verndar, og sem honum var svo ljúft. að þjóna. Paul var eng- inn ævintýramaður. Auðvitað' hefði honum þótt vænt um að eignast auðæfin, en þó miklu fremur að fá Annabelle. En þar sem hún hafði nú erft auðæfin, voru allar líkur til að liann fengi hvorugt. Hvernig hann hefði skýrt þetta, ef hann hefði fundið leyndustu hugrenningum sínum búning í orðum, verður aldrei upplýst. Það, sem Paul gerði nú, var ekki í lians þágu. Engin sjálfs- elska eða von um liagnað lá að baki því. Raunverulega voru eigin hagsmunir alls ekki í liuga hans. Honum hafði orðið það Ijóst, að hann bar vonlausa ást í brjósti til Annabelle, strax og hann sá hana þetta kvöld. Þetta hafði valdið kjánalegri fram- komu hans allt kvöldið. Hann vissi, að frændur lians, þeir Harry og Charlie, voru ólíkt mannslegri en hann. Ef hún ætti að velja, yrði það auðvitað ann- ar hvor þeirra. En þeir höfðu verið svo uppteknir af því að rífast um hana, að þeir höfðu ekki gætt þess að reyna að kom- ast til botns í leyndarmálinu, sem svo mjög liafði haft áhrif á þau öll og ógnað þeim. Hvað þetta snerti, hafði honum tekizt betur. Svo var það þessi hugmynd lians, hann einn hafði látið sér þetta til hugar koma. Hann hafði margsinnis endurskoðað þá hugmynd sína, og ef hún reyndist rétt, væri leyndarmálið ráðið. Lykillinn að leyndarmál- 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.