Heimilisritið - 30.05.1953, Page 13

Heimilisritið - 30.05.1953, Page 13
Þegar konan fer að blanda sér i framaferil eiginmannsins, er tímabaert að segja: — hingað og ekki lengra. Erfiðasta leiðin Smásaga eftir STEVE FISHER KATRlN stóð og sá kafbátinn koma inn á höfnina, og allt í einu fannst henni sem hún tæki þátt í leiksýningu, þar sem hún hefði ekkert hlutverk framar. Hún var aðeins áhorfandi nú, og allt í einu minntist hún eins af eftirlætis orðatiltækjum Tona: ,,Það er allt búið — einungis af- takan eftir!“ Einmitt þannig fannst henni það. Þessi setning túlkaði allar tilfinningar hennar. Pearl Harbour — sjórinn skín- andi blár — flotaspítalinn á ströndinni andspænis — sjóflug- vélar, sem þutu suðandi út frá Fordeyju — kafbátarnir, sem komu inn gegnum skurðinn — lágir, gljáandi kafbátar með hvít- um tölustöfum á turnunum á hægri ferði inn að bryggjunum. Hún gat horft á þetta allt kulda- lega og áhyggjulaust, þótt hún gerði sér Jjóst, að ef til vill sæi hún það aldrei framar. Kafbátastöðin var fyrir aftan hana, og hún gat séð hana í hug- anum án þess að snúa sér við. Og hér á bryggjunum mátti sjá sjómannskonurnar — hún skynj- aði kvíðann og eftirvæntinguna, sem átti sér stað á undan komu SUMAR, 1953 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.