Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 15

Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 15
förum við ekki heim fyrst ?“ Hann var í hvítum einkennisbún- ingi með liðsforingjaskúfum á öxl- unum, hárið var greitt aftur, dökkt og liðað. Aður fyrr hafði hann ætíð dekr- að við hana, hlegið burt andmæli hennar, kysst burt tár hennar. í þetta sinn skyldi hún segja það, secn henni lá á hjarta, án þess gripið væri fram í fyrir henni.. Hann hætti að horfa í kring- um sig, og leit á hana spyrjandi augum. ,,Er’nokkuð sérstakt ? Nokkuð, sem við ættum að halda hátíð- legt ?“ ,,Er nokkuð til að halda há- tíðlegt ?“ spurði hún íbyggin. Þetta var inngangurinn, en hann skildi ekki þann leik, sem hún lék, og svaraði: ,,Nú, ég hef fréttir úr leiðangr- inum.“ Augu hans tindruðu. ,,Kenning mín um ...” ,,Um dieselvélar !“ Það var grimmdarlegt, misk- unnarlaust — hann þagnaði. ,,Eða máske tundurskeyta- stýri,“ hélt hún áfram. Hún uarð að halda áfram. Hann var heill- aður af flotanum, og hún varð að létta af honum álögunum. Það voru rauðir flekkir í kinn- um hans, og hún þoldi ekki að sjá sársaukann, sem skein úr augum hans. Rödd hans var tómleg, þegar hann sagði: ,,Þú hefur engan áhuga á því!“ Og eins og það væri gam- ansemi, gerði hann enn eina til- raun: ,,Ég hef verið fluttur til---------“ ,,Á annan kafbát ?“ spurði hún. Hann kinkaði kolli, og hún flýtti sér að halda áfram: ,,Það skeður á nokkurra vikna fresti. Þú kannt að skjóta tundurskeyt- um, og máske . . .“ Hann starði á hana, og var orðinn náfölur. Hann reyndi að segja eitthvað, en gat það ekki. Þjónn kom, og hann sagði að- eins eitt orð: ,,Viský!“ Og þjónninn fór. ,,£g held þú vitir, hvað ég á við,“ sagði Katrín. ,,Látum okk- ur líta á málið frá mínu sjónar- miði, vinur minn. Trúðu mér, ég hef reynt að vera góð sjómanns- kona. Eg hef ekki krafizt of mik- ils. Það, sem ég hef ...” ,,. . . skilið við ?“ spurði hann biturlega. ,,Heldurðu, að það skipti nokkru máli, að faðir þinn er einn af ríkustu mönnum lands- ins. Heldurðu að það hafi nokk- uð að segja í flotanum — eða fyrir mig ?“ ,,Nei,“ sagði hún. ,,Að hann framleiðir skotfæri og dvelur hálft árið í Washing- ton ?“ ,,Tony,“ sagði hún, ,,þegar ég SUMAR, 1953 13

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.