Heimilisritið - 30.05.1953, Page 22

Heimilisritið - 30.05.1953, Page 22
inni, svo að Harry geti kpmiri heim um hverja helgi. Og þar sem þú Varst nú jasteignasali fyr- ir strtö, elsþu Pétur minn — og ert þaS kannsþe enn — gœtirðu ef til vill vísa<5 oþfiur á hentugt hús til sölu. Sem sagt í grennd vi& High Shalfont. Landsvœði rúmlega tvœr dagsláttur, þriggja herhergja hús auk átta svefnher- bergja — þú Veizt hvernig ég vil hafa það. Sþrifaðu mér, ef þú Veizt af einhverju. Það vœri dásamlegt að fá að sjá þig og Janet aftur. £g vona, að þið hafið það gott og séuð hamingjusöm. Ég hef heyrt, að þið hafið eignazt tvihura — en hvað það hlýtur að vera guðdóm- legt! Við eigum því miður eþkert harn. Gerðu nú það sem þú get- ur til að finna hús handa oþkur; þú vœrir óborganlegur ef þú gœt- ir það. Með beztu þveðjum til allra. Cynthia. Og síðan var eftirskrift, sér- kennileg fyrir Cynthiu: ,,Janet myndi ekkert vera það móti skapi, að ég byggi í nánd við þig, held- urðu það ? Það er orðið svo anzi langt síðan í gamla daga !“ ,,Jæja?“ spurði Pétur. ,,Hvað finnst þér um þetta, Janet?“ ,,Ég veit það nú ekki vel,“ svaraði ég. Við héldum áfram að borða. Sara og William mösuðu stanz- laust milli þess sem þau spændu í sig hafragrautinn. Síðan kom hjúkrunarkona, sem á hverjum degi fór með krakka á barna- heimilið og tók mína með sér þangað niður eftir. Ég færði tví- burana í kápu og frakka, kyssti þá og horfði á eftir þeim þar sem þeir skálmuðu niður götuna, hraustir og kátir, fimm ára. Þetta hafði ég þó gefið Pétri — tvö mannvænleg börn. ,,Skelfinger þetta nú líkt henni, finnst þér ekki ?“ sagði Pétur. ,,Ekki eitt orð í meira en sex ár, og svo fer hún fra-m á, að rnaður útvegi henni hús ! Rétt eins og það væri tekið fyrirhafnarlaust! Það er reyndar merkilegt," bætti hann við og leit á mig, ,,en það er ekki lengra síðan en í gær, að við fengum Marsefield House til umboðssölu.“ ,,Hús Gregsons ? Það væri fyr- irtaksstaður,“ svaraði ég og neyddi mig til að vera eðlileg í málrómi. ,,Og þú hefðir góð um- boðslaun.“ Pétur gekk fram í forstofuna, en kom aftur og staðnæmdist í dyrunum meðan hann fór í frakk- ann. ,,Ég hugsa nú ekki um pen- ingana, sem ég græði á því, Jan- et,“ sagði hann. ,,En mér þætti gaman að vita, hvernig þér líður 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.