Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 30
þegar í stað ! En það get ég ekki
fengiS mig til, Janet. Eg get ekki
byrjaS á neinu slíku í kvöld, strax
eftir aS hann hefur haldiS mér
aSra eins veizlu. Eg get þaS ekki!
Þar aS auki ke-mur annaS til
greina — fjölskyldumál, sem ég
get ekki sagt þér frá, að minnsta
kosti ekki að svo stöddu. Sem
sagt, ég get ekki farið frá London
fyrr en eftir mánuð. Pétur verður
að bíða.“
..O, þú þarft heldur ekkert að
flýta þér!“ anzaði ég biturlega.
,,Hann hefur nú þegar beðið í
fjögur ár !“
En nú fór Cynthia að gráta.
,,Ö, Janet, vertu nú góð og
reyndu að skilja mig. Þetta —
þetta er nokkuð, sem ég fae ekki
ráðið neitt við. Segðu Pétri, aS
ég komi áður en mánuður líður
— og að það hafi enga þýðingu
fyrir hann að koma hingað og
sækja mig. ÞaS myndi aðeins
gera illt verra. En ekki skal líða
lengri tími en einn rr.ánuSur. Því
heiti ég.“
HÁLFUM mánuði síðar gaf að
líta þumlungsháa stafi í fyrirsögn-
um dagblaðanna á þessa leið:
Stórfyrirtœk.i gjaldþrota. Selesen
missir allar eigur sínar. Robert
Selesen hafði tapað öllu, sem
hann átti; Cynthia orðin jafn fá-
tæk og Pétur, jafnvel fátækari.
Vitanlega hafði það verið þess
vegna, sem hún vildi ekki leggja
af stað til hans. Hún vildi vera
kyrr hjá föður sínum ! Eg hlaut
að dást að Cynthiu — hvað sem
ég reyndi að bæla aðdáunina nið-
ur. Nú fór ég að skilja hina und-
arlegu framkomu hennar eftir
veizluna; og ég skammaðist mín
fyrir aS hafa verið uppnæm viS
hana út af því, sem hún sagði.
,,En hvað það er samt líkt
henni, þessari elsku !“ sagði Pét-
ur.
Það var nýr og annarlegur
glarnpi í augum hans, og ég gat
mér til um það, hvað hann þýddi.
Nú myndi hjónaband þeirra
verða fullko.mlega jafnvægt. Ut-
troðið peningaveski Selesens gat
aldrei frarnar kastað neinum
skugga á það, og Pétur myndi
aldrei þurfa að iðrast þess að
hafa numið Chynthiu á brott úr
hóglífi auðsins.
Ekkert lífsmark barst frá Cyn-
thiu. En tíu dögum eftir gjald-
þrot Selesens fluttu blöðin aðra
fregn, sem var ekki síður nýnæmi
og kom eins og reiðarslag yfir
alla. ÞaS birtist mynd af Cynthiu
m.eð orkídeur nældar í kápuna,
þar sem hún var í þann veg aS
aka burt frá Caxton Hall ásamt
roskna manninum, sem ég hafði
tekiS eftir í afmælisveizlunni
hennar. Hún var gift — gift
28
HEIMILISRITIÐ