Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 32
landi burt — í stuttu máli sagt,
hann var kocninn vel á veg með
að setja frænda sinn og frænku í
gröfina.
Að sex árum liðnum bað hann
mig um að giftast sér.
,,Ég get ekki heitið þér neinu
af þekn tilfinningum, sem ég bar
til Cynthiu,“ sagði hann einlæg-
lega. ,,En við skiljum hvort ann-
að, Janet, og við höfum verið af-
ar góðir kunningjar. Eg held, að
við myndum geta komið okkur
ágætlega saman.“
Við giftumst að vori. Þegar
við gengum fram kirkjugólfið,
rak ég augun í Cynthiu. Henni
hafði ekki verið boðið, en þarna
var hún samt. Hún hlaut að hafa
sloppið inn í kirkjuna meðan á
hjónavíglunni stóð, því þarna
sat hún alein á yzta kirkjubekkn-
um.
Pétur náfölnaði. Hann þrýsti
hönd mína og starði einbeittur
fram fyrir sig meðan hann gekk
framhjá yzta bekknum.
Síðla sumars kom Cynthia til
High Salfont til þess að kveðja.
Það var rétt í stríðsbyrjun, og
maðurinn hennar ætlaði að senda
hana til Ameríku. Án þess að
ræða það innbyrðis, höfðum við
Pétur bæði reynt að forðast að
verða á vegi hennar. Hann tók
sér ferð til Worthing ,,{ verzlun-
arerindum“, eins og hann komst
að orði. Og ég fór til næsta kaup-
túns og keypti mig inn á tvær
bíósýningar í röð. Þegar við kom-
um heim aftur, var Cynthia á
bak og burt.
NÚ VAR klukkan um sex, og
ég beið eftir Pétri inni í dagstof-
unni. Mér varð hugsað til undan-
genginna sjö ára, til þeirrar bar-
áttu, sem það hafði kostað að
halda öllu í horfinu, meðan Pét-
ur var í stríðinu og ég var ein
heima með bæði börnin. Nú var
hann kominn aftur, og orðinn
húsamiðlari á ný. Frændi hans
var dáinn og hafði arfleitt hann
að fyrirtækinu.
I styrjöldinni hafði Pétur öðl-
azt öryggi og sjálfstraust. Nú var
ég þrjátíu og eins árs, en Pétur
þrjátíu. Við vorum ennþá nógu
ung til þess að njóta lífsins, —
aðeins ef Cynthia gæti séð okk-
ur í friði. En auðsjáanlega gat
hún það ekki.
Ég hafði, þegar hér var komið
sögu, skrifað Cynthiu og boðið
henni að dveljast hjá okkur þang-
að til hún fengi húsnæði. Eg varð
að komast að raun um það, hvers
vegna hún kom aftur hingað, vit-
andi það, að slíkt yrði til þess að
rifja upp liðna tíð.
Henni tókst nefnilega alltaf
allt, sem hún ætlaði sér ! Eg fékk
sting í hjartastað, og mér tókst
30
HEIMILISRITIÐ