Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 34

Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 34
Svo heyrði ég hann brjóta það saman og leggja það inn í um- slag. £g heyrði hann ganga fram í forstofuna og kalla á hundinn: ,,Bara snögga ferð, gamli vin- ur — út í póstkassann og heim aftur.“ Svo heyrði ég útidyrnar lokast á eftir honum. Eldiviðarkubbur hrasaði til í eldstónni, og skaer blossi brauzt fram. Ég reyndi að hvílast sem þægilegast í stólnum mínum. Og stofan luktist utan um mig — hlý og heimilisleg eins og traust virki. Mér fannst ég vera óendanlega örugg og hamingjusöm. * Fróðleikur í Englandi eyðir verkamaður að jafn- aði einum þriðja af tekjum sínum í matvæli. Á fullvaxta fólki slær púlsinn að jafn- aði 72 til 76 sinnum á mínútu, cn á nýfæddu barni 130—-140 sinnum. Það er talið sannað, að vírusar, sem kunna að berast mann frá manni með handtaki, deyja innan tíu mínútna, þeg- ar þcir þorna í lófa manns. Ef köngurló spynni þráð umhverfis jörðina og þráðurinn yrði undinn upp í hnykil, rnyndi hnykillinn vega um það bil hálft kíló. Auglýsingasíðan í ameríska vikublað- inu „Life“ (ólituð) kostar hér um bil 150 þús. kr. Upplag er næstum 5 milj. eintök. Georg Washington átti 188 þræla. Fólk dreymir rnest á aldrinum 20— 30 ára, en gamalt fólk dreymir tiltölu- lega lítið. Fuglar borða minnst helming þ)'ngd- ar sinnar á dag. Kvöldsukkið á unglingunum var orð- ið svo mikið í Chicago, að lögboðið hef- ur verið, að enginn undir 18 ára aldri rnegi sjást úti cftir klukkan 10 á kvöld- ín, nema í fylgd mcð fullorðnum. (Daily Herald) Einstefnuakstur á götum er ekki nein nýung í hciminum. Hann tíðkaðist cinnig í Rómaborg á dögurn Caesars. Maðurinn er eitt af stærstu, stcrkustu og viltustu dýnim jarðarinnar, enda hef- ur mörgum heppnazt að drepa stór rán- dýr með berum hnefunum. Vestur-Bcrlín scndir fréttir til rúss- neska hernámssvæðisins með risastóru ljósalctri á Potzdamcrplatz^ þar sem hernámssvæði Rússa, Bandaríkjamanna og Breta mætast. Kettir sleikja sig ekki einungis til þess að þrífa sig, heldur einnig til þess að fá D-vitamín úr feitinni á hárunum. 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.