Heimilisritið - 30.05.1953, Page 43
Það er eitthvað gáfulegt við merin,
sem tefla — að minnsta fyosti
meðan þeir halda sér
við taflmennina.
Eigum við að taka eina skák?
Sögukorn eftir
DAG NOKKURN ekki alls
fyrir löngu var ég á gangi eftir
Fi'mmtugustu götu, þegar ég kom
af tilviljun auga á skilti í glugga
á annarri hæð. Á það var letrað :
Sþáþlilúhhur Budui\s.
Ég gekk þangaÖ upp.
Alveg eins og í kaffihúsunum
í Austurborginni í New York, þar
sem ég hafÖi lært aÖ tefla, var
lágt til lofts, en urmull af mönn-
um með hátt enni.
ViÖ nokkur langborð sátu einir
fimm—sex skáksnillingar, sem
voru tilbúnir til að tefla viÖ hvern
sem þess óskaði. Ef gestur tap-
aði tafli, átti hann aÖ borga
tuttugu og fimm sent. Ef hann
vann, átti hann ekkert að borga.
Ég gekk aö einum skákmeist-
aranna og settist í stólinn and-
spænis honum.
,,Viljið þér byrja aö leika ?“
spurÖi maðurinn og kveikti sér í
sígarettu með brúnum pappír.
BILLY ROSE
,,Eins og þér viljið," svaraði
ég.
,,Þá fáið þér hvítu taflmenn-
ina,“ sagði hann. ,,Það eruð þér,
sem hættið peningunum.“
Ég reyndi sjaldgæfa opnun —
eina úr þessum fínu byrjunum í
skákkeppnum. í um það bil
fjórða leik fannst mér einhvern
veginn, að skákmeistarinn .bæri
ekki tilhlýðilega virðingu fyrir
opnun minni. Hann flutti menn-
ina sína hratt, næstum skeyting-
arlaust, og skák er nú einu sinni
slíkur leikur, að keppinautarnir
hafa stundum slitið tvennum bux-
um meðan þeir biðu eftir næsta
leik.
Fyrstu fimm mínúturnar gekk
mér ágætlega. Eg drap tvö peð
frá honum og einn biskup. En
allt í einu gerðist það, að drottn-
ingin hans, sem hafði staðið
langt í burtu til vinstri, blandaði
sér í málið; völduð af riddara.
SUMAR, 1953
41