Heimilisritið - 30.05.1953, Side 50

Heimilisritið - 30.05.1953, Side 50
en allt í einu rétti hún fram lóf- ann og hélt honum upp að ancl- liti hans. I lófanum lá hlutur, ofurlítið stærri en dúfuegg. Hann kipptist við, og hikandi tók hann steininn. Hann velti honum og sneri milli fingranna og sagði síðan af mikilli geðs- hræringu: „Drottinn minn, hvílíkur gimsteinn!“ „Eg' fann hann hérna niður með ánni“, sagði hún. Hann svaraði ekki, kipraði aðeins saman augun. Þegar hann sneri steininum, ljómaði af ó- sléttum flötunum. Hann vissi nóg um gimsteina til að' vita, að hann hélt á glærum demanti, og að hann táknaði heil auðæfi. Andlit hans varð fölt, og honum varð þungt um andardráttinn. „Lízt þér vel á hann?“ spui'ði hún. „Þó ég þrælaði alla ævi eins og vitlaus maður, myndi ég ekki vinna mér inn eins mikið og hann er mikils virði“, sagði hann hásri röddu. „Eigðu hann þá“. „Já, en skilui'ðu ekki, að þetta er demantur, sem er eins mikils virð'i og þúsundir uxa?“ spurði hann æstur. „Þá þarftu ekki lengur að busla í ánni“, sagði hún bros- andi. „Eg get ekki tekið við hon- um“, sagði hann dauíur. „Fleygðu honum þá í ána“. Blóðið steig upp í andlit hon- um. Nú var hann reiður. En honum rann reiðin samstundis. Nagami hafði engan skilning á verðgildi demanta. „Elskar þú mig ekki lengur?“ spui'ði hún og það var kvíði í röddinni. Hann ætlaði að svai-a, en úr því varð ekki annað en óskilj- anlegt muldur. Demanturinn hafði komið honum úr jafnvægi. Hann sat eins og í leiðslu. Namagi spratt upp. Hún skalf einnig af æsingu. Það brann reiði í brúnum axigunx hennar og hvítar tennur bitu um neðri vör- ina. Hann benti henni að vera kyrri, en eins og stvgg hind þaut hún út á reyrsléttuna. Og svo rofað'i til í huga hans. Víman rann af honum, og hann var aftur rólegur. Hann vai'ð að ná í Nagami og segja henni, að hann elskaði hana enn. HANN stóð upp og ætlaði að ná í riffilinn sinn, sem lá í bátn- um, en rödd sagði kalt og ógn- andi að baki honum: „Ég held á skammbyssu, og þú ert óvopnaður? Fleygðu frá þér demantinum og réttu upp hendurnar“. 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.