Heimilisritið - 30.05.1953, Page 54

Heimilisritið - 30.05.1953, Page 54
herbergi. Hann sagði, að vika- pilturinn sinn væri mjög veikur, svo hann bar sjálfur farangur okkar upp. Við André settumst inn í veit- ingastofuna. Regnið dundi á gluggunum og stormurinn gnauðaði umhverfis húsið — það var allt annað en fýsilegt að vera úti á slíku kvöldi. Auk okkar var einn gestur í veitingastofunni, hár, þreklegur maður, dökkhærður og rauð'- þrútinn í andliti. Hann sat við lítið borð og virtist hafa framúr- skarandi matarlyst, og hann drakk meira en nokkur maður hefur gott af. Hann heilsaði okkur vingjarn- lega og kynnti sig sem Valéry lækni. Hann var kominn til að líta eftir sjúklingnum uppi á loftinu. „Hann er hættulega veikur, svo ég verð hér í alla nótt“, sagði hann, „Hvað er að honum?“ spurði óg. „Lungnabólga“, sagði læknir- inn. „Hann er —“ svo þagnað'i liann, því nú var hringt, hátt og skerandi. „Þetta er víst presturinn. Ungi pilturinn er kaþólskur. Nú fer ég og opna fyrir honum“. Hann fór, og við André sát- um eftir þegjandi og hlustuðum á regnið og storminn. Svo leit gestgjafinn inn til okkar. „Ég er búinn að kveikja upp inni í litlu setustofunni", sagði hann. „Læknirinn og séra Grog- ant sitja þar yfir glösum. Þeir báðu mig að spyrja, hvort lierr- arnir vildu setjast hjá þeim?" „Við þökkum, það er okkur nægja“, sagði ég og stóð upp. LÆKNIRINX og presturinn sátu fyrir framan arininn. Þeir buðu okkur að setjast þar einnig. Presturinn var gráhærður, en nýlega kominn til þorpsins, aft- ur á móti hafði Valéry lækuir verið þarna í mörg ár. Talið beindist brátt að göml- um þjóðsögum, þyí næst barst það að afbrotum, og það hófust ákafar umræður um nýjar, sál- fræðilegar aðgerðir gagnvart af- brotamönnum. Allt í einu leit læknirinn á klukkuna. „Afsakið mig stund- arkorn“, sagði hann, „en nú verð ég að líta til sjúklingsins“. Svo fór hann upp á loftið. Presturinn, André og ég sát- um um stund þegjandi, en svo var þögnin rofin af rödd, sem sagði: „Má ég koma inn, herrar ' • *)<< mimrr Við litum snöggt við, og ég, 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.