Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 3

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 3
HEIMILISRITIÐ ÁGÚST 11. ÁRGANGUR 1953 SMELLIN SMÁSAGA Lýginn maður brýnir bezt GUÐNÝJU SIGURÐARDÖTTUr} KUNNINGI minn sagði eftir- farandi sögu : Eg hef alltaf verið mesti klaufi að brýna. Þegar ég var strákur, gat faðir minn aldrei látið mig hjálpa sér við að slá, því það beit svo illa hjá cnér. — Þú ert mesti klaufi strákur, man ég að faðir minn sagði dá- lítið gramur. En móðir mín sagði, til að bæta minn hlut: — Hann kann heldur ekki að skrökva, drengurinn. Seinna fluttust foreldrar mínir til Reykjavíkur, og mér var kom- ið fyrir hjá frænda mínum, sem var rakari. Eg átti að læra iðn- ina. En ég hætti brátt, því rak- hnífurinn og skærin voru alltaf bitlaus hjá mér. Ég var secn sé ekki búinn að læra að skrökva. Eg fór í Samvinnuskólann, og að loknu prófi fékk eg sæmilega launaða stöðu í skrifstofu. Svo kynntist ég Astu. Eg varð ástfanginn við fyrstu sýn, og þar sem ég var nú maður í fastri stöðu, áræddi ég að bjóða henni í bíó, og mér til mikillar undrun- ar þáði hún boðið. Eg var í sjö- unda — nei, sjötugasta himni, og er ekki að orðlengja það, að áður en árið var liðið vorum við gift. Allt gekk eins og í sögu. Tvö herbergi og eldhús. Tvö rúm, tvö náttborð og snyrtikommóða í ann- að herbergið, og tveir djúpir stól- ar, borð og standlampi í hitt. Þetta var nefnilega fyrir stríð, þegar flest ung hjón byrjuðu að búa með húsgögnum, sem ein- hver verzlunin átti, að frádregn- um einum eða tveimur hundruð krónum borgað við móttöku. Þá 1

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.