Heimilisritið - 01.08.1953, Page 8

Heimilisritið - 01.08.1953, Page 8
OPERUAGRIF IV. Aida Ópera í fjórum þáttum, eftir Verdi. Texti eftir Ghislanzoni. — Fyrst leik- in í Kairó í Egyptalandi 1871. PERSÓNUR: Konungur Egyptalands ....... Bassi Amneris, dóttir hans .... Messósópran Aida, eþíópisk ambátt ..... Sópran Radames, lífvarðarforingi...Tenór Ramfis, æðstiprestur ....... Bassi Amonasro, konungur Eþíópíu Bariton Gerist í Egyptalandi á dögum Faraóanna. /. þáttur l. atribi Höll Mecnfis. Aida, dóttir kon- ungsins í Eþíópíu, er fangi hjá Egyptum. Æðsti presturinn segir Rada’mes, sem elskar hana, að hann hafi verið valinn til að stjórna hernum, sem senda skal gegn innrásarher Eþíópíumanna. Þetta veldur Radames miklum fögnuði. Hann vonar, að sér hlotnist þessi heiður og að hann geti lagt sigurtáknin að fótum Aidu. Radames : ,,Fagra Aida“. Amneris dóttir Egyptakonungs, en hún hefur lengi borið ástar- hug til hins unga hermanns, kem- ur inn og undrast fögnuð hans. Tcísöngur, Radames og Amneris : ,,Svipur þ'inn vottar“. Meðan hann skýrir henni frá þeirri veg- semd, sem hann á í vændum, kemur Aida inn. Amneris veitir Aidu og Radames athygli og grunar þá hið sanna. Þrísöngur, Aida, Amneris og Radames : ,,Ó, hver örlög bíða Egyptans fóstur- jarðar ?“ Konungurinn kemur inrt og felur Radames með hátíðlegri athöfn stjórn hersins. Þó að Aida láti ekki á því bera, er hún sár- hrygg vegna þess, að faðir henn- ar stýrir her Eþíópíumanna. Aida: ,,Kom sigursœll heim.“ 2. atriði Hof guðsins Ptha. Kór hof- gyðjanna: ,,Ó, máttþi Ptha“. Radames kemur inn. Æðstiprest- urinn lýsir hann yfirstjórnanda hersins og veitir honum blessun guðanna. Bœn, Ramfis og þór: ,,Ö, vísi guð, hald verndarhendi yfir“. II. þáttur 1. atriði Salur Amneris. Kvennaþór: ,,MeÖ söngvum dýrð dáum“. Amneris er skrýdd hinum feg- ursta skrúða vegna hátíðahalda 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.