Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 12

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 12
ennþá laus og liðugur, og svo átti hann Kötu að — gömlu, góðu Kötu. Kata, sem bjó á næstu hæð fyrir ofan hann, stoppaði í sokkana hans og átti alltaf eitt- hvað snarl handa honum, þegar hann nennti ekki að borða í veit- ingahúsi. Hún var tuttugu og þriggja ára með augu eins og saf- íra, bjarta og heilbrigða húð og vaxtarlag, sem hefði sómt feg- urstu ljóskollum. En hárið á henni minnti á svartkrítarteikn- ingar göoilu meistaranna. Max þaut upp stigann og hringdi dyrabjöllunni. Hann þef- aði ánægjulega, þegar perlan hún Kata opnaði fyrir honum. Það var steikt buff. Hann þefaði bet- ur. Hann leit vonbjörtum augum á hana. Kata tyllti sér á eldhúsborðið og einblíndi á skóna sína. ,,Ég var að hugsa um, að ef ég held svona áfram, þá verð ég sjálfsagt eftir tíu ár orðin háttsett á skrif- stofunni. En ef ég vil, get ég kannske í staðinn verið orðin þriggja barna móðir í eigin húsi.“ ,,Það er sjálfsagt ekkert því til fyrirstöðu,“ samþykkti Max. ,,Og þess vegna er ég að hugsa um að gifta mig.“ Max varð að fá sér sæti. ,,Ertu trúlofuð Kata ?“ ,,Hálft í hvoru. Það er strákur á skrifstofunni, sem heitir Don- ald Brokfield. Hann er einn af þeim, sem eiga auðvelt með að gera við ryksuguna, og allar kon- ur öfunda mig af á héraðsmót- um.“ Bláu augun í henni urðu stór og kringlótt. ,,£g skil ekkert í mér, að ég skuli ekki vera far- in að hugsa um Donald fyrir löngu. Hann er alveg ákjósan- legur. Eg á reyndar von á honum í mat núna.“ Mak veitti því athygli, að lagt hafði verið á borð fyrir tvo. Hann leit á hana. ,,Heldurðu að það væri ekki skynsamlegt, að það væri þriðja persóna viðstödd í fyrsta skipti, sem hann kemur ? Einhver, sem gæti sýnt honum. að hann er ekki sá eini, sem hef- ur áhuga á þér.“ ,,Er það buffið, sem hefur að- dráttarafl ?“ spurði hún vingjarn- lega. En Max lét það ekkert á sig fá. Hinir skyndilegu hjóna- bandsþankar Kötu höfðu vakið forvitni hans. A mínútunni sex hringdi dyra- bjallan. Donald Brokfield virtist hafa mikið dálæti á brúnum lit — hárið, fötin og hörundið, allt var brúnt. Hann gat í mesta lagi ver- ið tuttugu og fimm ára, en var þreknari en Max, og örugg fram- koma hans gaf í skyn, að hann hefði verið í góðum skóla. Það virtist vera töggur í honum. Hann kom með stóran konfektkassa 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.