Heimilisritið - 01.08.1953, Side 21

Heimilisritið - 01.08.1953, Side 21
Illir andar# lyf og læknar e--------------------------------- Framhald hinnar merk.u og fróðlegu bó\ar dr. med. Howards W. Hagg- ards um þróun lœþnavísindanna. Þessir fyrstu þaflar fjalla einþum um fœÓingarhjálp fyrr á öldum. v--------------------- Barnsfararsóttin var skæðust í fæðingarstofnunum Evrópu. betta var einkum sorglegt vegna þess, að svo virðist sem engar stofnan- ir þjóni í eðli sínu meira mann- úðarhlutverki en einmitt fæðing- arstofnanirnar, þar sem umkomu- lausar konur geta fengið hjálp til að fæða börn sín. En frá sautj- ándu og næstum því allt fram á tuttugustu öld, voru þéssar fæð- ingarstofnanir, sem byggðar höfðu verið til líknar sængurkon- um, ekki líknarstofnanir nema í orði og anda. I reynd voru flest- ar þeirra banvænar þeim konum, sem þurftu að leita á náðir þeirra. Sjúkrahús þessi voru hreinustu barnsfararsóttarbæli. Um skeið steig dánartalan af þessum sjúk- dómi í gömlu fæðingarstofnuninni í París og fæðingarsjúkrahúsinu í Vínarborg upp í 10 til 20 af hundraði allra kvenna, sem lögð- ust inn. Að síðustu varð almenn- ____________________J ingi ljóst þetta ástand og kom til greina að leggja þessar stofnanir niður seim hættulegar heilbrigði almennings. Þær myndu líka hafa verið lagðar niður, ef nokkur önn- ur ráð hefðu fundizt til að sjá urnkomulausum konum fyrir hús- næði til að ala börn sín. Þær leit- uðu og stundum á náðir þessara stofnana, þrátt fyrir hættuna, þar eð hið opinbera tók þá börnin oft upp á sína arma sem munaðar- leysingja ríkisins, jafnvel þótt móðirin lifði fæðinguna af. A nítjándu öld fundust ráð til að stemrna stigu fyrir barnsfararsótt- inni, en fyrir þann tíma taldist hún til hinna geigvænlegustu smitunarsjúkdóma. Barnsfararsótt getur byrjað tveim stundum til tveim dögum eftir fæðingu. Henni fylgir hár hiti og yfirleitt öll þau einkenni þess sjúkdóms, sem nú á dögum er í daglegu tali kallaður blóð- ÁGÚST, 1953 19

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.