Heimilisritið - 01.08.1953, Page 28
Holmes brást ekki mælskan er
hann tók barnsfarasóttina fyrir.
Hin öflugasta andstaða gegn
þeirri kenningu . Holmes, að
barnsfarasóttin bærist á höndum
læknanna, kom frá dr. Meigs í
Fíladelfía, sem var hinn merk-
asti læknir, en fádæma þverhaus.
Hann stökk up á nef sér vegna
þeirrar aðdróttunar Holmes, að
læknirinn væri ekki hreinn um
hendur, og í því sambandi vitn-
aði hann í fjölmörg smitunartil-
felli, sem höfðu átt sér stað und-
ir handleiðslu hins mikla dr.
Sipapsons í Edinborg, sem var þó
,,afburða prúðmenni", eftir því
sesn dr. Meigs sagði. Homes svar-
aði með því að skýra fyrst afstöðu
sína í deilunni við dr. Meigs:
,,Ég móðgast ekki og geri enga
tilraun til að svara skætingi. Eng-
inn getur fengið mig til að rífast
við sig þvert yfir rúm móður með
nýfætt barn sitt við brjóst.“ Hann
svarar ennfremur í sambandi við
Simpson : ,,Dr. Simpsson var við
líkskurð tveggja sjúklinga dr.
Sidneys (barnsfarasótt), og fór
höndum um hina sýktu parta.
Næstu fjóraí sængurkonur, sem
hann aðstoðaði, fengu barnsfara-
sótt, og var það í fyrsta sinn, sem
það hafði komið fyrir hann í starfi
hans. Þar sem dr. Simpson er
,,prúðmenni“ (eins og dr. Meigs
segir) og þar sem prúðmenni hef-
ur hreinar hendur (eins og dr.
Meigs segir), þá leiðir af því, að
prúðmenni með hreinar hendur
getur borið sjúkdóminn.“
Carlyle hefur komizt svo að
orði: ,,Athugið hvernig allt það
sem verðskuldar nafnið Hugsun,
á upphaf sitt í Kærleika: og
aldrei var sá vitringur, að göfugt
hjarta slæi ekki að baki.“ Þetta
er góð lýsing á Sóranusi, Paré og
Holmes. Allir tóku þeir upp mál-
stað hinnar fæðandi konu. Sér-
hver þeirra hlýtur að hafa haft
mikið af þeirri hjartagöfgi og auð-
mýkt, sem gerðu þá að mikil-
mennum í heiminum, þótt marg-
ar aldir skildu á milli þeirra. I
þennan hóp bætist hinn fjórði og
mesti þeirra allra, Ludwig Sem-
melweis.
Þótt Semmelweis sé að engu
getið á blöðum mannkynssögunn-
ar og sé lítið þekktur, jafnvel
þótt reist hafi verið líkneski af
honum með alþjóðasamskotum í
Budapest árið 1906, er afburðum
hans borið þögult vitni með hverju
barni og hverri móður er fæðir
barn í hinum siðmenntaða heimi.
Semmelweis var ekki fæðingar-
læknir, en hin fjölmörgu dauðs-
föll vegna barnsfarasóttar fylltu
hann hryllingi og hann benti sam-
læknum sínum á það, sem hann
áleit vera orsökina. Bendingum
hans var enginn gaurnur gefinn.
26
HEIMILISRITIÐ