Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 31
Ekki fyrir byrjendur
v,-----------------:-----:---------------------------------'
Smásaga ejtir JOHN KIERA N
LITLA, SVARTA taskan var
þessa stundina hið eina, sem
máli skipti fyrir Plunger. Þegar
liann settist við borðið, still'ti
hann henni gætilega milli fót-
anna á sér. Svo leit hann upp á
mennina tvo, sem sátu fyrir við'
Ijorðið með gremjulegum merk-
issvip, sem hann kannaðist allt
of vel við.
„Nú, hvað er það í þetta sinn,
Plunger?“ spurði ahnar þeirra
brosandi.' „Gullkista eða gim-
steinanáma?“
Plunger leit snöggt i kringum
sig áður en hann laut fram og
sagði með niðurbældri æsingu:
„Það er ekki beinlínis gim-
steinanáma, en þó dálítið svip-
að — einungis miklu betra“.
Annar maðurinn sneri sér til
hálfs undan. Það var auðséð, að
hann hirti ekki um að hlusta á
ráðagerðir unga mannsins, sem
hann þekkti af reynslunni að
voru jafn furðulegar og þær
voru óframkvæmanlegar. En
maðurinn, sem spurt hafði,
skemmti sér liins vegar yfir
Plunger, svo hann bar fram
aðra spurningu.
„Betri en gimsteinanáma“,
sagði hann dræmt með stríðnis-
glampa í augunum.
„Já! Heill poki af gimsteinum
— stórir eins og krepptur hnefi.
Og það er ekki annað, sem skil-
ur mig frá þeim, en lítill vegg-
skápur. 1 kvöld . ..“
Hann þagnaði snögglega, er
hann kom auga á þriðja mann-
inn, sem stóð við borðið. Hann
hlaut að hafa staðið þar svo
lengi, að hann hefði heyrt allt.
En félagi Plungers kinkaði kolli
til hans og sagði:
„Allt í lagi með hann. Þetta
er A1 Dryser. Hann er ekki tal-
inn neinn viðvaningur í faginu“.
A1 Dryser! Sá maður hafði
ætíð verið fyrirmynd Plungers,
og nú, þegar hann settist, fór að-
dáunarhrollur um unga piltinn,
meiri en nokkru sinni fyrr. Hann
ÁGÚST, 1953
29