Heimilisritið - 01.08.1953, Page 34

Heimilisritið - 01.08.1953, Page 34
Yfir 100 bækur í verðlctun 10 ára afmœlisgetraunir Heimilisritsins Tíu bækur verða veittar í verðlaun á mánuði allt þetta ár. í hverju hefti mun birtast kafli úr skáldverki eftir þekkt islenzkt skáld, og er vandinn ein- ungis sá að þekkja verkið og höfundinn. Nöfn bóka þeirra, sem til greina koma í verðlaun, eru birt aftan á kápunni, og þarf hver og einn þátttakandi að tilgreina, hvaða bók hann kýs. Lausn á eftirfarandi getraun þarf að hafa borizt fyrir 15. september n.k. því þá verður dregið um, hverjir verðlaun hljóta af þeim, sem sent hafa réttar lausnir. Úr hvaða kvæði og eftir hvaða skáld er eftirfarandi vísa? Hún var kannske perla, sem týnd í tímans haf var töpuð og glötuð, svo enginn vissi af, eða gimsteinn, sem forðum var greyptur láns í baug, en glerbrot var hún orðin á mannfélagsins haug. Lausn á getraun júní-heftisins: Vísan er úr kvæðinu „Stormur“ eftir Hannes Hafstein. — Verðlaun hlutu þessir (kosin bók tilgreind innan sviga): 1. Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Uppsölum, Árn., pr. Selfoss (Fýkur yfir hæð- ir), 2. Jón Gunnarsson, Hagamel 8, Rv. (Góugróður), 3. Matthea Jónsdóttir, Hverfisgötu 32, Rv. (Klukkan kallar), 4. Ragnar Á. Þorkelsson, Hólmavík, Strand. (Bak við tjöldin), 5. Guðfinnur Magnússon, Fjarðarstræti 7, ísaf. (Meðan sprengjurnar falla), 6. Júlíus Helgason, Skipasundi 45, Rv. (Að haustnóttum), 7. Ingibjörg Ingvarsdóttir, Eskifirði (Meðan húsið svaf), 8. Árni Guðmundsson, Reynivöllum 9, Selfossi (Klukkan kallar), 9. Rósa Sigtryggs, Strandgötu 27, Ak. (Fýkur yfir hæðir), 10. Anna Björnsdóttir, Karlsbraut 5, Dalvík (Snorrabraut 7). — Bækurnar verða póstsendar. Seðill þessi eða afrit af honum sendist HEIMILISRITINU, Garðastræti 17, Rvik fyrir 15. sept. n. k. (Frímerki: kr. 1.25 utanbæjar, kr. 0.75 innanbæjar). Nafn kvæðis og höfundar: ........................................ Kosin bók (sbr. 4 kápusíðu): ............................... Sendandi:

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.