Heimilisritið - 01.08.1953, Page 35

Heimilisritið - 01.08.1953, Page 35
Allt var betra en þessi óvissa. Hún gat ekki liorft lengur á þau Kitzy saman og kvalið sjálfa sig með spumingum . . í kvöld vil ég skemmta mér Smásaga eftir AUGUSTA RODGER DOLLÝ hafði fataskipti í slík- um flýti að hún gleymdi því í augnablikinu að hana langaði alls ekki í veizluna. Hún settist á rúcnið og spennti á sig skóna, en með hinni hendinni þreifaði hún eftir hárnálinni í hárinu. Hún skotraði augunum til klukkunnar, og eins og við var að búast var orðið býsna framorðið. Síðan klukkan fimm, þegar hún tók börnin inn, hafði hún hugs- að í mínútuim eins og útvarpsfyr- irlesari, lagað matinn, matað börnin, baðað þau og lesið fyrir þau sögu. ÁGÚST, 1953 ,,Klukkan er orðin sjö!“ hróp- aði Ben niðri á ganginum. ,,Hvað ertu eiginlega að gera þarna uppi ?“ ,,Leika mér,“ svaraði hún, og það var ekki laust við að háðið í rödd hennar væri beiskju bland- ið. i ,,Hvf*ð segirðu ?“ ,,Ekkert.“ I flýtinum hellti hún niður púðri og missti hárburst- ann á gólfið. Niðri í stofunni beið frú Hupple, barnfóstran, sem þau höfðu fengið í tilefni kvöldsins, og var eflaust líka orðin óþolin- móð. Hún lokaði skúffunni 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.