Heimilisritið - 01.08.1953, Page 43

Heimilisritið - 01.08.1953, Page 43
karknaður. Jerrý hélt áfram lofræðunni um tvíburana. ,,0, ég veit svei mér ekki,“ sagði hún og var snögglega grip- in löngun til að vera á annarri skoðun, því að hún þoldi ekki öllu lengur brosið á vörum Jerrýs. ,,Það kostar mikla vinnu að eiga tvíbura." Jerrý setti samstundis upp sam- úðarsvip. ,,Já það get ég ýmynd- að mér. Hraeðilegt!“ Dollý vonaði að enginn tæki eftir því, að hún skotraði augun- um til klukkunnar öðru hvoru. Aðeins hálf ellefu ! Hvers vegna hafði hún ekki sagt frú Hupple að hringja fyrr. Hvernig hafði henni dottið í hug að hún gæti þolað við til imiðnættis ? ..Gallinn á tvíburum er sá,“ sagði hún við Jerrý, ,,að þeir eru alltaf tveir !“ Jerrý hló svo dátt að þessari fyndni hennar að hann var næst- um dottinn af stólnum. Harold kom til þeirra og sagði með sínu blíðasta samkvæmisbrosi, að það gleddi sig að sjá hvað þau skemmtu sér vel. KLUKKAN ellefu leitaði Dollý hælis í svefnherberginu á annarri hæð, þar sem hún hafði lagt frá sér kápuna sína. Hún settist við snyrtiborðið, tók af sér skóna og hætti að brosa. Það hafði róandi áhrif á hana að geta leyft sér að sleppa brosinu ! Harold hafði svo auðsjáanlega vorkennt henni. Jafnvel þótt Har- old væri ódrukkinn, var hann seinheppinn í framkomu, en þeg- ar hann var undir áhrifum áfeng- is, var ónærgætni hans takmarka- laus. Vesalings Dollý, hafði hann auðsjáanlega hugsað, ég verð að reyna að lífga hana upp. Og að- ferð hans til þess var að sitja við hlið hennar með umhyggjusvip, sem minnti á sjúkravitjun á spít- ala, og segja öðru hvoru. ,,Góða, má ég ekki sækja glas af víni, eða eitthvað handa þér. Þú ert svo þreytuleg---------“ Ben var aftur á móti ekki þreytúlegur. Hann virtist — já, góðglaður var einasta lýsingar- orðið, sem hæfði honum. Hann stóð við grammófóninn cneð hlaða af plötum, og Kitzý stóð við hlið hans og las á þær með honum. Það sló bjar-ma á hár hennar, demantseyrnalokkarnir glitruðu, og berar, sólbrenndar axlir henn- ar voru mjög fagurskapaðar. Hún og Ben voru ef til vill niðursokk- in í umræður um hljómlist, en stöku sinnum heyrði Dollý óminn af rödd hennar gegnum glaum hljómlistarinnar. „Einhvern -tíma seinna þá?“ heyrði Dollý hana segja. ,,Ben, elsku, einhvern ÁGÚST, 1953 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.