Heimilisritið - 01.08.1953, Qupperneq 51
RAKARINN
Frönsk gamansaga eftir F^'édéric Bo?itet
ÞEGAR Jacques Monestier
vaknaði, geispaði hann nokkru'.n
sinnum af leiðanum við tilhugs-
unina ucn, hvað hann ætti að gera
af sér um daginn, klæddi sig svo
og dró frá svefnherbergisglugg-
anum. Himinninn var blár, hafið
grænt og á fjörusandinn voru
þegar komnir nokkrir baðgestir.
Hann hafði nú dvalið þrjá daga
í Sainte Hermice, litlum baðstað
á Norrr.andí, þar sem millistéttar-
fjölskyldur leigðu að sumarlagi.
Jacques hafði flúið frá París,
eftir að hann hafði loks hert upp
hugann og rift trúlofun sinni, og
ferðazt svo í burtu frá Madeleine,
secn með geðvonzku sinni hafði
eitrað líf hans í tvö ár.
En þegar kona hefur gert
cnanni lífið leitt í tvö ár, gleycn-
ir hann henni ekki á þremur dög-
um, og þess vegna leiddist Jac-
ques. Já, stundum lá við að hann
færi upp í lestina og héldi aftur
til Madeleine, sem kvaldi hann
og skapraunaði, en sem samt
hafði ákveðið vald yfir honucn.
Nú hugsaði hann aftur ucn
hana og andvarpaði:
,,Aldrei hefði ég haldið, að
hún skildi eftir sig svona mikinn
tcmleika í tilveru minni. Það er
ekki vegna þess að ég elski hana,
en ég sakna hennar . . . Eg get
ekki lengur sætt mig við að vera
einn; ég verð að kvænast. . . .“
Eftir þessar alvarlegu yfirveg-
anir, varð honum aftur hugsað til
þess, hvernig hann ætti að eyða
morgninum. Um leið og hann
strauk fingrunum yfir hár sér
sagði hann skyndilega:
,,£g gæti til að byrja með látið
klippa mig.“
Hann gekk niður gistihússtig-
ann, kallaði í þernu og spurði
hana :
,,Er ekki rakari hérna í Sainte
Hermice ?“
,,Jú, hann á að vera til, en
hann býr yzt í kauptúninu. Herr-
ann getur bara spurst fyrir um
hann.“
Jacques, sem enn hafði Made-
leine í huganum, gekk út götuna,
fram hjá smábýlum og villum,
unz hann gekk in í tóbaksverzlun
til að fá upplýsingar. Kaupmað-
uririn svaraði:
ÁGÚST, 1953
49