Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 53
Því næst spurði hann viðskipta-
vininn, hvernig honum þóknað-
ist að vilja láta klippa sig, tók
blautt handklæði, sem lá í kuðli
bak við vatnskönnuna og gerði
sig líklegan til að binda það um
hálsinn á Jacques.
Nú þótti Jacques fulknikið af
svo góðu, og hann sagði:
,.Nei, heyrið þér mig nú ! Látið
mig heldur fá hreint handklæði.
Það er ekki annað að sjá en þér
hafið nóg af þeim!“
Og hann benti á fataskápinn,
sem stóð cneð spegildyrnar hálf-
opnar, svo að þar sáust staflar
af hreinu líni.
Alfred hlýddi án þess að segja
orð, rótaði til í hillunum, fann
það sem hann leitaði að og tók
svo til við klippinguna.
Hár Jacques .Monestiers dreif
nú í smá toppum niður á gólfið.
Alíred lét tímann ekki fara til
spillingar, og hann var langt
kominn með klippinguna hægra
megin, þegar þeir heyrðu hávært
óp bak við sig.
,,0, drottinn minn ! . . .“
Þeir litu báðir forviða við. Það
var fáklædd stúlka, sem æpt
hafði. Á gólfinu umhverfis tá-
tiljur hennar mynduðust brátt
smápollar, því hún var að koma
úr baði og varð ekki smáræðis
undrandi, er hún sá ókunnugan
mann við snyrtiborð hennar, í
þann veginn að láta klippa sig
eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Jaques, sem enn var óklipptur
vinstra megin, spratt upp af stóln-
um með nef og munn full af laus-
um smáhárum. Hann hlustaði á
mótmæli dömunnar alveg dolfall-
inn.
,,Hvers Lonar framferði er
þetta eiginlega ? Þér eruð svei
mér frakkur, herra minn !“
,,Búið þér ekki hérna ?“ spurði
Jacques rakarann.
,,Nei, ég hélt að þér byggjuð
hér ..."
Nú skildi daman samhengið í
málinu og brosti rólegri. 1 raun-
inni leizt henni ekki illa á Jac-
ques. Hún var líka alein og leidd-
ist mjög í Sainte Henmice.
Jacques fór að afsaka sig, en
hún tók vingjarnlega fram í fyrir
honum :
,,Nei, ég vil ekki hlusta á
afsakanir yðar hér núna. Þér get-
ið borið þær fram á eftir, þegar
rakarinn hefur lokið við að klippa
yður. Þá verð ég líka búin að
klæða mig.“
Þannig vildi það til af hreinni
hendingu, að Jacques Monestier
kynntist þessari ungu, ljóshærðu
og hrífandi ekkju, sem hann eft-
ir stuttan tíma kom með heim til
Parísar sem eiginkonu sína. *
ÁGÚST, 1953
51