Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 57

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 57
ÓGIFT HJÓN Framhaldssaga eftir MÁYSIE GREIG Nýir lcsaidur geta byrjað hér. Það var skilyrði fyrir því, að Kári kítmist að scm bryti í sveitahöll Ralphs Hortons, að hann væri kvæntur. Hann fékk Katrínu Manton til að leika hlut- verk eiginkonunnar, því að hann álcit sig vera réttan ciganda að eignum Ralphs og vildi afla sér sannana á staðn- um. Hann þckkti Katrínu lítt og hélt jafnvel að hún va:ri þjófur. En hún hafði strokið frá stórauðugri móður sinni, sem hafði ætlað að gifta hana hinum kald- lynda greifa, Jean Seligny, og lét því Kára trúa því sem hann vildi. — Pet- unia systir Ralphs dvelur nú á sveita- setrinu, og gestur hennar cr Dalli Kov- an, ábyrgðarlaus ævintýramaður. — Kári er leynilega trúlofaður Klöru Daw- hng, scm nú hefur í hyggju að heim- sækja Rawltonfólkið, en það býr skammt frá svcitasetri Ralphs. Ralph glotti íbygginn á svip er hann gekk til dyra og lokaði á eftir sér. Katrín og Kári töluðu varla orð saman eftir að Ralph var farinn. Háspenna síðustu mínútnanna áð- ur en Ralph kom var rofin. Þeim var báðum brugðið; þau forðuð- ust að líta hvort á annað. Kári flutti föt sín og rúmfatnað úr baðherberginu í herbergið við enda gangsins. En áður en hann lokaði dyrunum endanlega á eftir sér leit hann til hennar og gerði sér upp bros. ,,Líklega sofum við bæði bet- ur úr þessu. Samt sem áður vildi ég ráðleggja þér að læsa dyrun- um hjá þér. Það er ekki að vita, hvað Ralph getur átt til.“ ,,Já, það geri ég,“ svaraði hún. Hún læsti dyrunum og sá ekki eftir því. Er hún lá vakandi, ör- vilnaðri og ófæfusamari en henni fannst hún nokkru sinni hafa verið, og horfði á tunglið hækka á silfurgráum himninum, heyrði hún að tekið var hljóðlega í hún- inn. Hún heyrði barið ofurlágt á hurðina, en hún þóttist sofa, og Ralph læddist í burtu. Hann varð að vísu fyrir von- brigðum, en það var honum huggun að allt var á góðri leið, ÁGÚST, 1953 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.