Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 59
réttmætur miljónaerfingi. Var þetta einhver leikur hjá þeim ? En það fannst honum ekki trú- legt. Vissi frú Manton hvar dótt- ir hennar var og hvað hún hafði fyrir stafni ? Af viðkynningu sinni við frúna dró Dalli þá á- lyktun, að það væri harla ósenni- legt. Hver var þá skýringin ? Hann ákvað með sjálfum sér, að reyna að finna það út, en að svo kocnnu minntist hann ekki á þetta við neinn, ekki einu sinni Petuniu. Hann ætlaði að sæta lagi, koma Katrfnu að óvöru um vitneskju sína og sjá hvernig henni yrði við. Það var Ralph, sem gaf hon- um tækifærið, sem hann var að bíða eftir. Dalli sat einn daginn í hægindastól í dagstofunni og lézt vera að lesa í bók, en var í raun og veru að velta fyrir sér vandamálinu, sem var efst í huga hans. Hann heyrði að Ralph bað Kára um að skreppa með áríð- andi bréf til Teeford tafarlaust. Það fannst Dalla í sjálfu sér dá- lítið undarlegt, því það var sama hvenær bréf Ralphs yrði látið í póst, engin ferð yrði frá Teeford fyrr en klukkan sex. Kári tók bréfið, og litlu síðar sá Dalli hann leggja af stað. Ralph gaut flýtis- lega til hans augunum og hvarf svo bak við húsið. Dalli lagði við ÁGÚST, 1953 hlustirnar og heyrði hann svo læðast upp bakdyrastigann. Hann renndi grun í, hvað hús- bóndinn hefði í hyggju. Oftar en einu sinni hafði hann tekið eftir þeim girndaraugum, sem Ralph leit á Katrínu. Hann ákvað af skyndingu að elta Ralph. Þetta var á þeim tíma, sem vinnufólkið var lítið á stjái, það var góður tími frá því há- degisverðurinn hafði verið snædd- ur, og enn var ekki kominn tími til að undirbúa eftirmiðdagskaff- ið. Hann fór hljóðlega á eftir Ralph upp bakstigann. Ralph fór upp á efsta loft og gekk svo inn þröngan gang. Hann opnaði dyr innarlega í ganginum, gekk inn án þess að berja að dyrum og lokaði hurð- inni á eftir sér. ,,0—ho,“ hugsaði Dalli, ,,hann er að manga til við eina vinnukonuna. Og ég held ég viti hver það er.“ Hvað átti hann að gera ? Hann átti ekki gott með að njósna um gestgjafa sinn, jafnvel þótt málið varðaði Katrínu. En ef nú aðdá- unin væri ekki gagnkvæm ? Væri þá ekki skynsamlegt að koma Katrínu til aðstoðar ? Hann stóð í sömu sporum um stund og reyndi að komast að ein- hverri heppilegri niðurstöðu. Hann hafði næstum ákveðið að 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.