Heimilisritið - 01.08.1953, Page 60

Heimilisritið - 01.08.1953, Page 60
fara niður aftur, þegar hann heyrði lágt óp úr herberginu. Katrín hafði setið á rúminu og verið að stoppa í sokk, þegar Ralph ko>m fyrirvaralaust inn. t*að var nýjabrum að því fyrir hana að stoppa sjálf í flík, því frá því hún mundi eftir sér, hafði hún haft stúlku til sinna umráða, sem gerði allt sem gera þurfti. En nú þurfti hún ekki einungis að stoppa og bæta sínar eigin flíkur heldur Kára líka ! I fyrsta sinn, sei.m hún gerði við gat á sokk fyrir hann hafði hann sagt glettnislega : ,,Þú ert sjálfsagt ágæt á rr.örg- um sviðum, Katrín, en sem sokkaviðgerðarrr.aður ertu ekki upp á marga fiska. £g hef verið haltur í allan dag. Hefur enginn kennt þér að stoppa í sokka, kæra mín ? Eða kærði pabbi þinn sig um sokkana sína alla rimpaða ?“ Þau höfðu hlegið bæði. Það var þá, þegar þau voru betri vin- ir. Að undanförnu, frá því kvöld- ið, þegar hann tók hana í faðm sér og sagði henni, að hann bæri þrá til hennar, höfðu þau ekki hlegið oft saman. Þau höfðu næstum forðazt hvort annað. Katrín hafði það á tilfinning- unni að þetta gæti ekki haldið svo áfram til lengdar. Fyrr eða síðar myndi annað hvort þeirra missa stjórn á sér, og hvað myndi þá gerast ? Hún heyrði dyrnar opnast; hún hélt að það hlyti að vera Kári, en þegar Ralph gekk inn, spratt hún á fætur, og sokkurinn, sem hún var að stoppa í, datt á gólfið. ,,Hvað meinið þér með því að koma hingað inn?“ spurði hún hvatlega. ,,Þetta er mitt hús, er það ekki ? Hvers vegna skyldi ég ekki koma hingað, ef mér sýnist svo ?“ ,,Þetta er kannske yðar hús, en þetta er nú samt mitt her- bergi,“ sagði hún kuldalega. ,,Og á meðan ég vinn hér í þjón- ustu yðar, vill svo til að ég hef öll umráð yfir þessu herbergi. Þér komið ekki hingað inn, nema ég bjóði yður. Skiljið þér það ?“ ,,Ég skil það alls ekki,“ svar- aði hann reiðilega. ,.Og ég krefst þess að þér ávarpið mig af fullri kurteisi.“ ,,Eg sýni yður þá kurteisi, sem við á.“ sagði hún ófeimin. Hann gekk nær henni. ,,Og hvað meintuð þér með því að læsa herberginu um kvöldið ?“ spurði hann. ,,Hvers vegna hald- ið þér að ég hafi látið þetta mann- tetur yðar flytja sig í herbergið við endann á ganginum ? Eg sagði yður það, þegar ég sá yður með þýfið, að þér yrðuð að vera góð við mig, ella myndi ég kalla 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.