Heimilisritið - 01.08.1953, Qupperneq 67
SPURNINGAR OG SVOR
(Frh. af 2. kápusíðu)
vissu fyrir sviksemi konu þinnar, eink-
uni þar sem þú segist ekki vilja skilja
við liana. — Ég held að þú sért af-
brýðisamur og tortrygginn í garð konu
þinnar, minn kæri, og að þar sé hund-
urinn grafinn. Ef þú óskar að búa áfram
með konu þinni í sátt og samlyndi,
ættirðu að reyna að sýna henni ást og
traust fremur en að njósna um hana.
Mér kæmi ekki á óvart þótt þig furðaði
þá á viðhrögðum hennar og breyttri
framkomu í þinn garð.
VERÐ ÉG AÐ HÆTTA
VIÐ HANN?
Ég er 18 ára og elska 22 ára filt. Ég
bef komizt að þvt, að hann er trúlofað-
ttr stúlku fyrir norðan, en hann segist
ekki elska hana. Kunningjar minir segja,
að það sé heimskulegt af mér, að halda
áfram að umgangast hann, en ég elska
hann svo mikið, að ég get ekki bugsað
mér að segja honum upp.
Ef hann elskar ekki unnustu sína,
hvers vegna riftir hann þá ekki trúlof-
uninni, svo að hann sé frjáls að því að
elska þig? Ég efast stórlega um að hann
ætli sér nokkuð með þig til lengdar,
og ég vona að þú sért svo skynsöm að
hætta við hann.
EINKAMÁL KONUNNAR
„Eg er trúlofuð, og unnustinn álítur
mig vera ákaflega saklausa og blett-
lausa. Ef ég segði honum sannleikann,
myndi hann sjálfsagt verða niðurbrot-
inn, þótt ég búist við að hann vceri svo
riddaralegur í sér, að hann myndi ekki
segja mér upp. A ég að skýra honum
frá leiðindamáli um mig og kvæntan
mann, sem kom fyrir þegar ég var
átján ára?"
Mér finnst fortíð stúlku ætti að vera
hennar einkamál. Oft er það líka þann-
ig, að ef stúlka stígur eitthvert víxl-
spor eins og þú, er síðar meir hægt að
sýna henni mikla tiltrú, og hún reyn-
ist áreiðanlegri og umönnunarsamari en
ella. En ef þú hins vegar segir honum
allan sannleikann, missir hann eitthvað,
sem hann metur mjög mikils, og sjálf
ynnir þú það eitt, að öðlast betri sam-
vizku. Þjáðstu af þínum fyrri mistök-
um ef svo ber undir, en láttu hann ekki
líka þurfa að þjást af þeim.
SVÖR TIL ÝMSRA
Til „Ó. S.“: —- Fótrakir menn ættu
að þvo fæturna upp úr heitu sápuvatni
á hverju kvöldi, þurrka þá og púðra með
talkúmi. Skipta ber um sokka á hverj-
um morgni. Sprittböð eru líka góð.
Til „Ljótunnar": — Það er einfald-
ast fyrir þig að snúa þér til flugfélag-
anna — og nuddlæknis. Svarið yrði of
langt hér í þessum dálkum, og þú
finnur eflaust viðkomandi nöfn í síma-
skránni. En sértu samt í vandræðum,
skaltu gefa mér heimilisfang þitt, og
þá skal ég gefa þér frekari upplýsingar.
Til „Bláfjólu": — Þú þarft áreiðan-
lega engu að kvíða, ef eitthvað má
marka af sjálfslýsingu þinni. Svona
stúlkur eru einmitt þær, sem ganga út.
— Kannske reynirðu of mikið til þess
að ná þér í karlmann. Það borgar sig
að láta þá sækja á!
Eva Adams
HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafell,
Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Garðastræti 17,
símar 5314 og 2673. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Garðastræti 17, sími 2864. —
Verð hvers heftis er 8 krónur.